Atalanta 1 - 2 Paris Saint Germain
1-0 Mario Pasalic ('27 )
1-1 Marquinhos ('90 )
1-2 Eric Choupo-Moting ('90 )
1-0 Mario Pasalic ('27 )
1-1 Marquinhos ('90 )
1-2 Eric Choupo-Moting ('90 )
Þær voru ótrúlegar lokamínúturnar í leik Paris Saint-Germain og Atalanta í Meistaradeildinni. Draumar Atalanta eru úti og PSG er komið í undanúrslitin.
Neymar þurfti að stíga upp í kvöld í fjarveru Kylian Mbappe sem byrjaði á bekknum. Mbappe er að stíga upp úr meiðslum. Neymar fékk dauðafæri þegar hann slapp í gegn eftir þrjár mínútur en hann setti boltann hins vegar langt fram hjá. Það var saga leiksins hjá honum fyrir framan markið; langt fram hjá markinu.
Á 27. mínútu skoraði króatíski miðjumaðurinn Mario Pasalic fyrsta mark leiksins. Hann fékk boltinn frá Duvan Zapata við vítateigslínuna og smellti honum í netið. Kaylor Navas kom engum vörnum við.
Atalanta komið í forystu. Neymar fékk tækifæri til að jafna undir lok fyrri hálfleiks þegar hann komst aftur einn gegn markverði en aftur setti hann boltann langt fram hjá.
Atalanta fékk góð færi til að tvöfalda forystuna snemma í seinni hálfleiknum en náðu þeir ekki að koma boltanum í netið. Þegar leið á seinni hálfleikinn fór PSG að pressa meira en útlitið var ekki gott þegar komið var inn í síðustu fimm mínúturnar af venjulegum leiktíma og staðan enn 1-0. En svo gerðust hlutirnir fyrir PSG.
Marquinhos jafnaði eftir sendingu frá Neymar og stuttu síðar skoraði Eric Maxim Choupo-Moting, fyrrum sóknarmaður Stoke, sigurmarkið. PSG er komið áfram í undanúrslit eftir tvö mörk í uppbótartíma. Magnaðar lokamínútur.
Leikir sem eru eftir í 8-liða úrslitum:
13. ágúst: RB Leipzig - Atletico Madrid
14. ágúst: Barcelona - Bayern München
15. ágúst: Man City - Lyon
Athugasemdir