Liverpool reynir við Pedro næsta sumar - PSG til í að opna veskið fyrir Isak - Nico Williams eftirsóttur
banner
   mán 12. september 2022 13:41
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Emil Atla fór í aðgerð og verður ekki meira með á tímabilinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Emil Atlason mun að öllum líkindum ekki spila meira með Stjörnunni á þessu tímabili. Emil meiddist gegn ÍBV í lok síðasta mánaðar og fór í aðgerð á liðþófa fyrir um viku síðan.

„Liðþófinn skaddaðist og ég þurfti að fara í aðgerð fyrir um viku síðan. Það var talað um að það yrði eitthvað í kringum 12 vikur sem bataferlið tæki. Einhver smá möguleiki að ná 1-2 leikjum en ég veit ekki hvort það sé raunsætt," sagði Emil við Fótbolta.net.

Tímabilinu á Íslandi lýkur í lok október og því þyrfti bataferlið að ganga ansi vel svo Emil næði að spila fyrir lok móts.

Emil fékk högg á hnéð í leik gegn ÍBV. „Það var farið einhvern veginn í stoðfótinn á mér."

Fannstu strax að þetta gæti verið svona alvarlegt?

„Já, ég fann alveg fyrir því. En ég fann að þetta var samt ekki krossbandið. Ég bjóst við því að varnarmaðurinn færi í boltann, en hann hendir sér í tæklingu og fer í gegnum mig og fer í boltann. Ég fer inn á við og finn strax að það er eitthvað sem gerist," sagði Emil.

Hann hefur átt gott tímabil með Stjörnunni, skorað ellefu mörk í nítján deildarleikjum. Fyrir þetta tímabilið hafði hann mest skorað fimm mörk á einu tímabili. Það gerði hann hjá KR tímabilið 2012.

Nánar var rætt við Emil og var hann spurður út í sitt tímabil. Sá hluti verður birtur seinna í dag. Hér að neðan má hlusta á umræðu um 21. umferð Bestu deildarinnar. Þar er rætt um Stjörnuna og Emil.
Innkastið - Draumaumferð KA, glataðir Valsarar og Stjarnan í frjálsu falli
Athugasemdir
banner
banner
banner