Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   mán 12. október 2020 11:51
Elvar Geir Magnússon
Paul Scholes tekur við Salford City til bráðabirgða (Staðfest)
Paul Scholes, fyrrum miðjumaður Manchester United, er orðinn stjóri Salford City til bráðabirgða.

Scholes er einn af eigendum félagsins ásamt David Beckham, Ryan Giggs, Nicky Butt og Neville bræðrunum. Viðskiptamaðurinn Peter Lim á þó stærstan hluta í félaginu.

Salford hefur rekið Graham Alexander en hann skilur við liðið í fimmta sæti í ensku D-deildinni.

Alexander er 49 ára og stýrði liðinu upp í ensku deildakeppnina á sínu fyrsta tímabili 2018-19.

Scholes var algjör lykilmaður á gullaldarárum Manchester United og lyfti fjölda bikara hjá félaginu. Hann hefur undanfarin ár getið sér gott orð sem sparkspekingur í sjónvarpi.
Athugasemdir
banner
banner
banner