þri 12. nóvember 2019 13:30 |
|
Gylfi um fótbrot Gomes: Þetta var sláandi

Fótbolti.net spurði Gylfa hvernig það hafi verið að horfa upp á liðsfélaga sinn verða fyrir svona ljótum meiðslum.
„Þetta var bara sláandi. Þetta leit gríðarlega illa út og maður sá það á viðbrögðum leikmanna sem voru í kringum hann," segir Gylfi.
„Læknar og sjúkraþjálfarar brugðust vel við og eru sáttir við viðbrögðin. Þetta endaði betur en útlit var fyrir í fyrstu."
„Hann er búinn í aðgerð og er kominn heim. Þetta ætti að taka einhverja fimm til sex mánuði. Þetta fór betur en maður þorði að vona fyrst."
Aðgerðin á Gomes þótti heppnast einstaklega vel og ljóst að hann verður ekki eins lengi frá og margir óttuðust. Gylfi sendi honum góða kveðju á Instagram daginn eftir fótbrotið.
Gylfi segir of snemmt fyrir Liverpool að fagna - „Fáir orðið meistarar í nóvember"
Athugasemdir
Nýjustu fréttirnar
12:30
22:54