Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 12. nóvember 2019 13:30
Elvar Geir Magnússon
Gylfi um fótbrot Gomes: Þetta var sláandi
Icelandair
Andre Gomes fótbrotnaði gegn Tottenham.
Andre Gomes fótbrotnaði gegn Tottenham.
Mynd: Getty Images
Andre Gomes, miðjumaður Everton, fótbrotnaði á ljótan hátt í leik gegn Tottenham nýlega. Margir viðstaddir voru í áfalli eftir brotið en landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson stóð við hliðarlínuna að búa sig undir að koma inná þegar atvikið átti sér stað.

Fótbolti.net spurði Gylfa hvernig það hafi verið að horfa upp á liðsfélaga sinn verða fyrir svona ljótum meiðslum.

„Þetta var bara sláandi. Þetta leit gríðarlega illa út og maður sá það á viðbrögðum leikmanna sem voru í kringum hann," segir Gylfi.

„Læknar og sjúkraþjálfarar brugðust vel við og eru sáttir við viðbrögðin. Þetta endaði betur en útlit var fyrir í fyrstu."

„Hann er búinn í aðgerð og er kominn heim. Þetta ætti að taka einhverja fimm til sex mánuði. Þetta fór betur en maður þorði að vona fyrst."

Aðgerðin á Gomes þótti heppnast einstaklega vel og ljóst að hann verður ekki eins lengi frá og margir óttuðust. Gylfi sendi honum góða kveðju á Instagram daginn eftir fótbrotið.
Gylfi segir of snemmt fyrir Liverpool að fagna - „Fáir orðið meistarar í nóvember"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner