Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 12. nóvember 2022 19:49
Brynjar Ingi Erluson
England: Willock sá um Chelsea - Fimmti sigurinn í röð
Newcastle er í toppmálum
Newcastle er í toppmálum
Mynd: EPA
Newcastle 1 - 0 Chelsea
1-0 Joseph Willock ('67 )

Newcastle United lagði Chelsea að velli, 1-0, er liðin áttust við í 15. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á St. James' Park í kvöld en Joe Willock gerði eina mark leiksins í síðari hálfleiknum. Þetta var fimmti deildarsigur Newcastle í röð.

Það var fátt um fína drætti í fyrri hálfleiknum. Newcastle vantaði skerpu á síðasta þriðjungi vallarins á meðan Chelsea náði ekki að skapa sér neitt af viti.

Undir lok fyrri hálfleiksins vildi Newcastle fá vítaspyrnu er boltinn virtist fara í höndina á Trevoh Chalobah en VAR vísaði því frá og því markalaust í hálfleik.

Newcastle byrjaði síðari betur og þurfti Edouard Mendy að verja frá Longstaff. Stuttu síðar varði Nick Pope frábærlega frá Conor Gallagher hinum megin á vellinum.

Heimamenn brugðust strax við því og náðu forystunni í gegn Willock á 67. mínútu með laglegu skoti.

Newcastle náði að halda út og vann góðan 1-0 sigur. Liðið er í 3. sæti með 30 stig á meðan Chelsea er í 8. sæti með 21 stig, þrettán stigum frá toppnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner