Garth Crooks á BBC hefur valið lið vikunnar í ensku úrvalsdeildinni. Manchester City og Tottenham misstigu sig bæði í toppbaráttunni á meðan Arsenal, Liverpool og Manchester United unnu sína leiki. Chelsea og Manchester City gerðu þá 4-4 jafntefli.
Markvörður: Alisson Becker (Liverpool) - Átti magnaða vörslu þegar Bryan Mbeumo komst einn í gegn og var almennt frábær í leiknum. Enn ein stóra frammistaðan frá honum í treyju Liverpool.
Varnarmaður: Victor Lindelöf (Manchester United) - Óvænt hetja United gegn Luton. Skoraði sigurmarkið og átti fínan leik í vörninni.
Miðjumaður: Pablo Sarabia (Wolves) - Mögnuð innkoma hjá Spánverjanum í 2-1 sigrinum á Tottenham. Jafnaði metin og lagði síðan upp sigurmarkið og það allt undir lok leiks.
Miðjumaður: Tomas Soucek (West Ham) - Heldur áfram að koma sér í færin og er að nýta þau. Sótti stigin þrjú fyrir West Ham.
Sóknarmaður: Mohamed Salah (Liverpool) - Salah er Salah. Tvö mörk gegn Brentford og mætir heitur í leikinn gegn Manchester City eftir landsleikjahlé.
Athugasemdir