Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   þri 12. nóvember 2024 12:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sagði Solskjær að taka ekki Ronaldo
Solskjær og McKenna.
Solskjær og McKenna.
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Ole Gunnar Solskjær var á dögunum í viðtali við NRK þar sem hann ræddi m.a. um tíma sinn sem stjóri Manchester United.

Í ágúst 2021 fékk United möguleikann á að fá Cristiano Ronaldo, einn besta fótboltamann sögunnar, aftur til félagsins. Langflestir voru spenntir fyrir því og úr varð að Ronaldo sneri aftur á Old Trafford tólf árum eftir að hann var seldur til Real Madrid.

Í viðtalinu segir Solskjær að Kieran McKenna, þá aðstoðarmaður Solskjær og nú stjóri Ipswich, hafi efast um hversu gáfulegt væri að fá Ronaldo.

McKenna grandskoðaði síðustu sex leiki Ronaldo hjá Juventus og sagði við Solskjær að þeir ættu að styrkja liðið annars staðar á vellinum. „Hvernig ætlum við að verja þessa ákvörðun?" spurði McKenna.

„Þetta var líklega röng ákvörðun fyrir okkur alla. En okkur fannst eins og þetta hafi verið rétt ákvörðun á þeim tímapunkti."

Ronaldo skoraði níu mörk í þrettán leikjum undir stjórn Solskjær sem var látinn fara tæplega þremur mánuðu seinna. Ronaldo sjálfur yfirgaf svo United rúmu ári síðar.

Solskjær hefur sagt frá því í viðtölum að United ætlaði að breyta um leikstíl tímabilið 2021/22 frá tímabilinu á undan, halda meira í boltann, en það gekk illa og liðið spilaði illa.
Athugasemdir
banner
banner
banner