Síðustu ár hefur oft verið rætt um eitrað andrúmsloft innan klefa Manchester United. Því hefur verið haldið fram að leikmenn liðsins hafi hent Ole Gunnar Solskjær „fyrir rútuna".
Í viðtali við The Athletic vill Solskjær ekki taka svo til orða en viðurkennir að nokkrir leikmenn hafi gert sér erfitt fyrir.
Í viðtali við The Athletic vill Solskjær ekki taka svo til orða en viðurkennir að nokkrir leikmenn hafi gert sér erfitt fyrir.
„Sumir voru ekki eins góðir og þeir héldu sjálfir. Ég ætla ekki að nefna nein nöfn en ég varð fyrir miklum vonbrigðum þegar tveir leikmenn afþökkuðu tækifæri til að vera fyrirliði," segir Solskjær sem var rekinn sem stjóri United fyrir tæplega tveimur árum.
„Ég varð líka fyrir vonbrigðum þegar aðrir sögðu að þeir myndu ekki spila eða æfa fyrir félagið vegna þess að þeir vildu komast í burtu. Sjálfselska þeirra kom upp á yfirborðið."
Reyndust mistök að kaupa Ronaldo
Í viðtalinu tjáir Solskjær sig einnig um endurkomu Cristiano Ronaldo á Old Trafford. Hann segir að það hafi reynst mistök að sækja þann portúgalska aftur.
„Þetta var tækifæri sem var mjög erfitt að hafna. Mér fannst að við þyrftum að taka það, en það reyndist mistök. Þegar þú ert með hóp þá þurfa allir að vera að stefna í sömu átt," segir Solskjær.
Sjá einnig:
Solskjær um viðskilnaðinn við Man Utd: Eins og að yfirgefa fjölskyldu sína
Athugasemdir