Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 13. janúar 2022 23:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sturlað augnablik - „Einhver skrítinn gæi frá Aftureldingu búinn að spila sinn fyrsta landsleik"
Icelandair
Jökull í leiknum í gær.
Jökull í leiknum í gær.
Mynd: KSÍ
Af landsliðsæfingu í Tyrklandi
Af landsliðsæfingu í Tyrklandi
Mynd: KSÍ
Ég er vanur að vinna með Englendingum og það er gott að fá íslensku hliðina líka
Ég er vanur að vinna með Englendingum og það er gott að fá íslensku hliðina líka
Mynd: KSÍ
Morecambe er búið að fá inn annan markmann og ég sá fyrir mér að vera númer tvö eða þrjú í röðinni
Morecambe er búið að fá inn annan markmann og ég sá fyrir mér að vera númer tvö eða þrjú í röðinni
Mynd: Getty Images
Búið að ganga vel þar og hjá U21 landsliðinu - Með U21 gegn Portúgal
Búið að ganga vel þar og hjá U21 landsliðinu - Með U21 gegn Portúgal
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég er bara þakklátur fyrir að fá að vera hérna, æfa hérna og fá þessa reynslu
Ég er bara þakklátur fyrir að fá að vera hérna, æfa hérna og fá þessa reynslu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það eina sem mér fannst ég geta gert betur í þessu atviki var að tala betur
Það eina sem mér fannst ég geta gert betur í þessu atviki var að tala betur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Djöfull var þetta gaman, einhver skrítinn gæi frá Aftureldingu búinn að spila sinn fyrsta leik fyrir landsliðið," sagði eldhress Jökull Andrésson þegar Fótbolti.net ræddi við hann fyrr í dag. Jökull er staddur í Tyrklandi með íslenska landsliðinu.

Jökull lék í gær sinn fyrsta leik fyrir A-landsliðið, byrjaði á milli stanganna og lék fyrri hálfleikinn gegn Úganda.

Jökull er tvítugur og er á mála hjá Reading á Englandi. Hann er uppalinn hjá Aftureldingu en fór til Reading þegar eldri bróðir hans, Axel Óskar, samdi við félagið. Fyrri hluta þessa tímabils var Jökull á láni hjá Morecambe. Hann spilaði alls sautján leiki með Morecambe fyrir áramót en spilaði ekkert með liðinu í desember. Hann var svo kallaður til baka úr láni til Reading og fer til félagsins eftir verkefnið með landsliðinu.

Jökull var ekki valinn í upprunalega hópinn en upp kom sú staða að Patrik Sigurður Gunnarsson meiddist og Jökull var kallaður inn.

Sjá einnig:
Fengu upplýsingar fyrir tilviljun
Reading kallar Jökul til baka úr láni

Langaði ógeðslega mikið að fara
Þegar þú sást hópinn í síðustu viku, varstu þá eitthvað að pæla í þessu landsliðsverkefni?

„Já, auðvitað. Ég var búinn að frétta af þessu verkefni og mig hefur alltaf langað til að vera í A-landsliðshópnum. Núna er ég búinn að spila mikinn fullorðinsbolta, búið að ganga vel þar og hjá U21 landsliðinu," sagði Jökull.

„Ég sem ungur leikmaður sem er að reyna ýta sjálfum sér á toppinn stefni auðvitað á svona verkefni. Ég sá hverjir voru valdir og það er vaninn að leikmenn á Englandi komast ekki, mega ekki fara, þar sem tímabilið er í fullum gangi þar. Eins og staðan var hjá mér þá var möguleiki á því að fara. Þá langaði mig ógeðslega mikið að fara."

Fékk að fara í frí og því var hægt að velja hann
Er Reading í sambandi við þig og segir við þig að þú mættir mæta?

„Já, eins og flestir vita þá er ég ekki lengur leikmaður Morecambe, Reading kallaði mig til baka úr láni. Það kom vika hjá mér þar sem var óvíst hvað ég myndi gera."

„Ég mátti ekki fara til Reading, félagið á við mikil peningavandamál að stríða, vandræði að greiða laun og slíkt. Morecambe var að borga meira en helming launa minna og Reading þurfti að fá leyfi frá EFL til að fá mig til baka. Það tók smá tíma og á meðan mátti ég ekki fara til baka."

„Morecambe er búið að fá inn annan markmann og ég sá fyrir mér að vera númer tvö eða þrjú í röðinni. Þá hugsaði ég að ef ég vildi fá nokkra daga frí frá fótbolta þá væri það akkúrat núna. Ég spurði bara þjálfarana hjá Morecambe og Reading hvort ég mætti fara heim í nokkra daga og sem betur fékk ég það leyfi."


Hvernig kemur það til að KSÍ fréttir að það sé hægt að velja þig í hópinn?

„Umboðsmaðurinn minn talaði við Arnar landsliðsþjálfara og lét hann vita að ég væri laus í þetta verkefni. Það var búið að velja Patta en hann meiddist og ég var heppinn að vera valinn í hans stað."

Sturlað augnablik
Hvernig var símtalið að þú verðir í hópnum?

„Mig svimaði smá fyrst, þetta var smá óraunverulegt. Ég er búinn að vinna í því að komast í A-landsliðshóp síðan ég var lítill krakki. Þetta var sturlað augnablik fyrir mig, fjölskylduna og alla vini mína. Þetta var rosalega mikill heiður og mjög mikil hamingja."

Gott að fá íslensku hliðina líka
Hvernig hafa þessir dagar í Tyrklandi verið?

„Þetta er búið að vera ógeðslega gaman, búin að vera mikil reynsla, ég hef lært mikið og er með frábærum leikmönnum hérna. Þetta eru alvöru menn, gæjar sem eru búnir að spila alls staðar í heiminum og vita allt um fótbolta. Svo er ég bara ungur og vitlaus og að reyna komast á toppinn."

„Maður lærir svo mikið af þessum gæjum og það er gott fyrir mig sem ungan leikmann að vinna með Íslendingum. Ég er vanur að vinna með Englendingum og það er gott að fá íslensku hliðina líka. Ég er svo þakklátur fyrir að vera hérna."


„Loksins, ég er búinn að ná þessu"
Að spila fyrsta leikinn, varstu að haka í ákveðið box?

„Það var eitthvað sem ég stefndi að, við fengum að vita daginn fyrir hvernig liðið yrði. Þegar ég sá nafnið mitt í byrjunarliðinu þá hugsaði ég bara „vá þetta er að gerast". Það er eiginlega ekki hægt að útskýra þessa tilfinningu. Í fyrsta lagi þurfti ég að hugsa í 2-3 mínútur og heilinn fer alveg á hvolf."

„Ég gleymdi byrjunarliðinu því einbeitingin fór á mitt nafn og andlitið mitt. Ég þurfti að tékka aftur hverjir væru líka í liðinu. Ég er búinn að vinna svo hart að þessu, flutti út þegar ég var 12-13 ára til Englands, frá fjölskyldunni, frá öllum vininum. Þetta var svona „loksins, ég er búinn að ná þessu". Þetta er er engin endastöð, þetta er staður til að halda áfram frá. Núna langar mig að spila ennþá fleiri landsleiki, spila keppnisleiki og þetta er bara eitthvað sem ýtir manni áfram."


Hefði viljað tala betur
Hvernig var að standa í markinu? „Það var ekki mikið að gera, þetta er lið sem leyfir andstæðingi sínum að hafa boltann á sínum vallarhelmingi og reynir að nýta skyndisóknir. Við vorum með frábæra varnarlínu, ég veit ekki hversu oft þeir voru dæmdir rangstæðir í leiknum. Það voru eiginlega bara sendingar sem ég þurfti að vera klár í og útspörk."

„Svo var þetta víti sem við hefðum alveg getað komið í veg fyrir en svona gerast bara þessir hlutir."


Ertu eitthvað ósáttur við þig í atvikinu þegar vítið er dæmt? Hefðiru viljað vera kominn út og bjarga þessu?

„Ég hélt fyrst að ég hefði getað komið út en ég sá að framherjinn þeirra myndi ná boltanum langt á undan mér. Ég gat kannski talað betur við Ara, látið hann vita að ég kæmi ekki út. Ég er búinn að horfa á þetta aftur og tel að ég hefði ekki getað náð boltanum, ég hefði örugglega brotið á honum sjálfur ef ég hefði reynt. Það eina sem mér fannst ég geta gert betur í þessu atviki var að tala betur."

Vonast til þess að spila á laugardag
Býstu við því að spila á móti Suður-Kóreu?

„Auðvitað vona ég það! Arnar velur liðið og ég virði allt sem hann gerir. Ég er bara þakklátur fyrir að fá að vera hérna, æfa hérna og fá þessa reynslu. Auðvitað stefnir maður samt á að spila alla leiki til að ýta sjálfum sér áfram og verða betri," sagði Jökull.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner