Dortmund með risaverðmiða á Gittens - Greenwood til PSG - Bayern hætt við að fá Tah - Launakröfur Osimhen trufla
   fim 13. febrúar 2025 23:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Tveir lykilmenn skrifa undir hjá ÍR
Lengjudeildin
Bergvin Fannar Helgason
Bergvin Fannar Helgason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bergvin Fannar Helgason og Vilhelm Þráinn Sigurjónsson hafa framlengt samninga sína við ÍR fyrir tímabilið í Lengjudeildinni næsta sumar.

Vilhelm skrifar undir tveggja ára samning en Bergvin undir þriggja ára samning.

Vilhelm er markvörður en hann átti frábært tímabil með liðinu sem lenti í 5. sæti sem nýliði í deildinni en tapaði gegn Keflavík í umspili um sæti í Bestu deildinni.

Bergvin er uppalinn ÍRingur. Hann spilaði 20 leiki í Lengjudeildinni síðasta sumar en hann hefur leikið 105 leiki fyrir liðið á ferlinum og skorað 34 mörk.
Athugasemdir
banner
banner
banner