
Bergvin Fannar Helgason og Vilhelm Þráinn Sigurjónsson hafa framlengt samninga sína við ÍR fyrir tímabilið í Lengjudeildinni næsta sumar.
Vilhelm skrifar undir tveggja ára samning en Bergvin undir þriggja ára samning.
Vilhelm skrifar undir tveggja ára samning en Bergvin undir þriggja ára samning.
Vilhelm er markvörður en hann átti frábært tímabil með liðinu sem lenti í 5. sæti sem nýliði í deildinni en tapaði gegn Keflavík í umspili um sæti í Bestu deildinni.
Bergvin er uppalinn ÍRingur. Hann spilaði 20 leiki í Lengjudeildinni síðasta sumar en hann hefur leikið 105 leiki fyrir liðið á ferlinum og skorað 34 mörk.
Athugasemdir