Trent til Real - Hvað gerir Salah? - Williams til Arsenal - Wharton til City og Quenda tl United
   fim 13. febrúar 2025 14:14
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Valur bauð í Ásgeir Orra
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur hefur lagt fram tilboð í markmanninn Ásgeir Orra Magnússon hjá Keflavík. Frá þessu var fyrst sagt í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í dag.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hljóðar tilboðið upp á yfir sex milljónir króna en Keflavík vill fá meira.

Ásgeir Orri er fæddur árið 2004 og var í fyrra aðalmarkmaður Keflavíkur í Lengjudeildinni. Hann átti gott tímabil og var valinn í U21 landsliðið síðasta haust. Hann var hluti af U19 landsliðinu sem fór á lokamót EM 2023.

Ásgeir hefur verið á blaði hjá félögum erlendis og fór á reynslu til Venezia 2022. Hér að neðan má sjá skemmtilegt viðtal við markmanninn sem birt var á samfélagsmiðlum Keflavíkur í síðustu viku. Þar kemur m.a. fram að hann hafi verið að reyna fyrir sér sem útileikmaður í yngri flokkunum en fór svo aftur í markið í 2. flokki.

Valur er með markmennina Ögmund Kristinsson og Stefán Þór Ágústsson innan sinna raða. Ef Keflavík selur Ásgeir þá gæti félagið leitað aftur til síns fyrrum markmanns, Sindra Kristin Ólafsson, sem gæti farið frá FH áður en tímabilið byrjar.







Athugasemdir
banner
banner
banner