Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   sun 13. maí 2018 20:00
Ingólfur Páll Ingólfsson
Conte tekur á sig sökina
Mynd: Getty Images
Antonio Conte, þjálfari Chelsea tók á sig sökina eftir að lið hans missti af efstu fjórum sætum úrvalsdeildarinnar. Chelsea tapaði gegn Newcastle fyrr í dag í síðastu umferð deildarinnar.

Chelsea átti möguleika á því að lauma sér í fjórða sætið með því að sigra í dag. Liðið þurfti þó að treysta á að Liverpool myndi misstíga sig gegn Brighton á heimavelli.

Allt kom fyrir ekki og leikur liðið því í Evrópudeildinni á næstu leiktíð. Liðið var langt frá sínu besta í dag á St James' Park.

„Við áttum skilið að tapa því að við byrjuðum leikinn ekki vel og töpuðum öllum boltum. Newcastle var mun ákveðnara en við," sagði Conte.

„Við töpuðum ekki meistaradeildarsætinu í dag, við höfum haft tækifæri á því í síðustu tveimur leikjum, en að enda tímabilið svona er ekki gott fyrir neinn tengdan félaginu."

„Í lok tímabila getur svona frammistaða átt sér stað, sá fyrsti til að svara fyrir slíkt verður að vera þjálfarinn. Mér tókst ekki að sannfæra leikmenn mína um að spila af sömu ákefð og Newcastle."

Chelsea á enn möguleika á að enda tímabilið á jákvæðum nótum næstkomandi laugardag er þeir mæta Manchester United í úrslitum FA bikarsins.

Athugasemdir
banner
banner