Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
   þri 13. maí 2025 15:30
Elvar Geir Magnússon
Hætta við að rífa Goodison Park sem verður heimavöllur kvennaliðsins
Goodison Park. Heimavöllur Everton.
Goodison Park. Heimavöllur Everton.
Mynd: EPA
Stuðningsmenn Everton gleðjast yfir því að hætt hefur verið við áform um að rífa hinn sögufræga Goodison Park leikvang.

Goodison Park mun verða heimavöllur kvennaliðs Everton og verður þar með fyrsti leikvangur Bretlandseyja sem verður sérstaklega heimavöllur kvennaliðs.

Enginn leikvangur hefur verið vettvangur fleiri leikja í efstu deild á Englandi en Goodison síðan hann varð heimavöllur Everton árið 1892.

Everton mun á næsta tímabili flytja á glænýjan 52.888 sæta leikvang við Bramley-Moore bryggjuna á ánni Mersey.

Ætlunin var að rífa Goodison Park en eigendur félagsins vonast til þess að það verði mikill meðbyr fyrir kvennaliðið að flytjast á leikvanginn. Liðið hefur hingað til spilað á Walton Hall Park sem tekur aðeins 2.200 áhorfendur.

Vonast er til þess að aðsókn á leiki liðsins aukist til muna á Goodison Park.
Athugasemdir
banner