Dortmund með risaverðmiða á Gittens - Greenwood til PSG - Bayern hætt við að fá Tah - Launakröfur Osimhen trufla
   þri 18. febrúar 2025 07:05
Elvar Geir Magnússon
Myndir: Nýr leikvangur Everton notaður í fyrsta sinn
Það er mikil spenna hjá stuðningmönnum Everton.
Það er mikil spenna hjá stuðningmönnum Everton.
Mynd: EPA
Nýr leikvangur Everton við Bramley-Moore bryggjuna á ánni Mersey var notaður í fyrsta sinn í gær. 10 þúsund heppnir stuðningsmenn fengu aðgang að æfingaleik U18 liðs Everton gegn Wigan sem fram fór á vellinum.

Dyr leikvangsins voru opnaðar í fyrsta sinn í þessu prufuverkefni en á næsta tímabili mun félagið flytja alfarið á leikvanginn.

Nýi leikvangurinn mun leysa Goodison Park af hólmi en sá leikvangur er barn síns tíma. Ýmislegt á nýja leikvangnum er þó hannað í takt við Goodison til að halda í söguna.

BBC ræddi við nokkra stuðningsmenn Everton sem fóru á leikinn og allir sögðu þeir nýja leikvanginn hreint stórkostlegan. Þó það verði tilfinningaríkt að yfirgefa Goodison geti þeir ekki hugsað sér betri leikvang til að flytja á.

Leikvangurinn mun taka 52.888 og verður sjöundi stærsti völlurinn í ensku úrvalsdeildinn. Hann hefur verið valinn sem einn af sjö leikvöngum sem notaðir verða á EM 2028.
Athugasemdir
banner
banner