Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
banner
   lau 13. júní 2020 13:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Páll Viðar: Eitt markmið og það er Pepsi Max á næsta ári
Spá þjálfara og fyrirliða í Lengjudeildina: 4. sæti - Þór
Lengjudeildin
Palli er kominn aftur í Þór.
Palli er kominn aftur í Þór.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þór ætlar sér upp í Pepsi Max-deildina.
Þór ætlar sér upp í Pepsi Max-deildina.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Þórsurum er spáð fjórða sæti Lengjudeildarinnar en stefnan er sætt hærra en það í Þorpinu, stefnan er sett á sæti í Pepsi Max-deildinni.

„Það er bara fínt að okkur sé spáð þarna," segir Páll Viðar Gíslason sem er aftur tekinn við Þór fyrir sumarið sem er framundan. Palli er mikill Þórsari og stýrði hann liðinu um átta ára skeið, frá 2006 til 2014. „Við erum náttúrulega með eitt markmið og það er að reyna að spila í Pepsi Max-deildinni á næsta ári."

„Ég held að það verði mikið af óvæntum úrslitum miðað við spár. Það er mikið af landsbyggðarleikjum, liðin verða sterk á heimavelli og munu reita stig þar."

Undirbúningstímabilið hefur náttúrulega verið sérstakt í ljósi kórónuveirufaraldursins og kom tveggja mánaða pása þar fótboltamenn máttu bara æfa einir. Páll Viðar er mjög ánægður með leikmenn sína.

„Ég er mjög ánægður með leikmennina. Eftir Covid komu þeir sprækir inn og þeir voru greinilega samviskusamir og flottir. Ég er mjög bjartsýnn á að við séum með flott lið."

„Ég myndi segja að það hafi gengið vel á undirbúningstímabilinu, strákarnir hafa staðið sig vel í að halda sér við. Það eru flestir heilir og þetta lítur vel út hjá okkur."

Þórsarar hafa verið að bæta við sig leikmönnum úr félögunum í kring. „Þeir sem hafa komið nýir inn eru búnir að vera fínir og lykilmenn sem voru í fyrra eru klárir. Ég er sáttur við þetta."

„Við getum ekki beðið eftir að þetta byrji," sagði Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórs, en hann ætlar að koma félaginu aftur í deild þeirra bestu.

Hér að neðan má hlusta á Pál Viðar í útvarpsþættinum Fótbolta.net þegar Benedikt Bóas, Elvar Geir og Tómas Þór fóru norður á land fyrir nokkrum vikum.
Útvarpsþátturinn - Þórsarar og Magni Grenivík
Athugasemdir
banner