Klukkan 16:00 hefst viðureign KA og Fylkis í 16. umferð Pepsi Max-deildarinnar. Byrjunarliðin í leiknum hafa verið opinberðu og má sjá þau hér að neðan.
Arnar Grétarsson, þjálfari KA, gerir tvær breytingar frá 0-0 jafnteflinu gegn Stjörnunni í síðustu umferð sem fram fór fyrir landsleikjahlé. Þeir Rodrigo og Hrannar Björn Steingrímsson koma inn í byrjunarlið KA fyrir þá Ívar Örn Árnason og Bjarna Aðalsteinsson.
Atli Sveinn Þórarinsson og Ólafur Stígsson, þjálfarar Fylkis, gera tvær breytingar frá 0-2 sigrinum gegn Gróttu í síðasta leik. Ragnar Bragi Sveinsson fékk að líta rauða spjaldið eftir þann leik og tekur út leikbann í dag. Einnig er Arnar Sveinn Geirsson ekki í hópnum en hann fór að velli í fyrri hálfleik gegn Gróttu. Inn í liðið koma þeir Þórður Gunnar Hafþórsson og Michael Kedman. Þá er Orri Hrafn Kjartansson sem gekk í raðir Fylkis frá Heerenveen á dögunum á varamannabekk Fylkis.
Valdimar Þór Ingimundarsson, sem er á leið til Strömsgodset er á sínum stað í byrjunarliði Fylkis.
Í fyrri leik þessara liða í sumar sigraði Fylkir með fjórum mörkum gegn einu. Allir markaskorararnir úr þeim leik byrja í dag.
Arnar Grétarsson, þjálfari KA, gerir tvær breytingar frá 0-0 jafnteflinu gegn Stjörnunni í síðustu umferð sem fram fór fyrir landsleikjahlé. Þeir Rodrigo og Hrannar Björn Steingrímsson koma inn í byrjunarlið KA fyrir þá Ívar Örn Árnason og Bjarna Aðalsteinsson.
Atli Sveinn Þórarinsson og Ólafur Stígsson, þjálfarar Fylkis, gera tvær breytingar frá 0-2 sigrinum gegn Gróttu í síðasta leik. Ragnar Bragi Sveinsson fékk að líta rauða spjaldið eftir þann leik og tekur út leikbann í dag. Einnig er Arnar Sveinn Geirsson ekki í hópnum en hann fór að velli í fyrri hálfleik gegn Gróttu. Inn í liðið koma þeir Þórður Gunnar Hafþórsson og Michael Kedman. Þá er Orri Hrafn Kjartansson sem gekk í raðir Fylkis frá Heerenveen á dögunum á varamannabekk Fylkis.
Valdimar Þór Ingimundarsson, sem er á leið til Strömsgodset er á sínum stað í byrjunarliði Fylkis.
Í fyrri leik þessara liða í sumar sigraði Fylkir með fjórum mörkum gegn einu. Allir markaskorararnir úr þeim leik byrja í dag.
Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu frá leiknum!
Byrjunarlið KA
12. Kristijan Jajalo (m)
3. Mikkel Qvist
4. Rodrigo Gomes Mateo
7. Almarr Ormarsson (f)
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
11. Ásgeir Sigurgeirsson
14. Andri Fannar Stefánsson
16. Brynjar Ingi Bjarnason
22. Hrannar Björn Steingrímsson
30. Sveinn Margeir Hauksson
33. Guðmundur Steinn Hafsteinsson
Byrjunarlið Fylkis
1. Aron Snær Friðriksson (m)
2. Ásgeir Eyþórsson (f)
5. Orri Sveinn Stefánsson
7. Daði Ólafsson
9. Hákon Ingi Jónsson
11. Valdimar Þór Ingimundarson
14. Þórður Gunnar Hafþórsson
16. Ólafur Ingi Skúlason
18. Nikulás Val Gunnarsson
19. Michael Kedman
24. Djair Parfitt-Williams
Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu frá leiknum!
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir