Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
   sun 13. september 2020 12:06
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið West Brom og Leicester: Diangana á kantinum
Nýliðar West Bromwich Albion taka á móti Leicester City í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Leikurinn hefst klukkan 13:00 og hafa byrjunarliðin verið staðfest.

Grady Diangana er partur af þriggja manna sóknarlínu West Brom ásamt Matheus Pereira og Callum Robinson.

Kieran Gibbs og John O'Shea eru í varnarlínunni og má finna Jake Livermore á miðjunni.

Brendan Rodgers setur Timothy Castagne í byrjunarliðið strax í fyrsta leik. Leicester er í vandræðum í vörninni og byrjar nígeríski miðjumaðurinn Wilfred Ndidi sem miðvörður, með Nampalys Mendy djúpan á miðjunni.

Jamie Vardy leiðir sóknarlínuna með Harvey Barnes og Ayoze Perez sér til aðstoðar. Youri Tielemans og Dennis Praet byrja á miðjunni.

West Brom: Johnstone, Furlong, Gibbs, O'Shea, Bartley, Ajayi, Sawyers, Livermore, Diangana, Pereira, Robinson.
Varamenn: Button, Robson-Kanu, Grosicki, Austin, Harper, Edwards, Hegazi.

Leicester: Schmeichel, Justin, Castagne, Soyuncu, Ndidi, Mendy, Praet, Tielemans, Barnes, Perez, Vardy.
Varamenn: Ward, Maddison, Albrighton, Iheanacho, Choudhury, Fuchs, Thomas.
Athugasemdir
banner
banner
banner