Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 13. september 2020 21:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi Max-kvenna: Jafnt í Laugardalnum - Spenna í fallbaráttunni
Mary Alice Vignola klúðraði vítaspyrnu en jafnaði svo metin í síðari hálfleiknum.
Mary Alice Vignola klúðraði vítaspyrnu en jafnaði svo metin í síðari hálfleiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttur R. 2 - 2 FH
0-1 Andrea Mist Pálsdóttir ('11 )
0-2 Jelena Tinna Kujundzic ('16 , sjálfsmark)
0-2 Mary Alice Vignola ('39 , misnotað víti)
1-2 Morgan Elizabeth Goff ('57 )
2-2 Mary Alice Vignola ('63 )
Lestu nánar um leikinn

Síðasti leikur dagsins í Pepsi Max-deild kvenna var að klárast í Laugardalnum.

Þróttur tók á móti FH og það voru gestirnir sem byrjuðu mun betur. Andrea Mist Pálsdóttir kom FH yfir 11 mínútna leik og stutt síðar tvöfölduðu Hafnfirðingar forystuna þegar Þróttur skoraði sjálfsmark.

Þróttur fékk tækifæri til að minnka muninn af vítapunktinum undir lok fyrri hálfleiks en Mary Alice Vignola setti boltann fram hjá markinu. Staðan var því 2-0 í hálfleik fyrir FH-inga. Þróttur átti fína tilraun til að minnka muninn eftir vítaspyrnuna en Telma Ívarsdóttir var vel á verði í marki FH.

Nik Chamberlain fór vel yfir málin með sínum stúlkum í hálfleik og þær svöruðu kallinu í síðari hálfleiknum. Morgan Elizabeth Goff minnkaði muninn með mjög góðu skoti á 57. mínútu og sex mínútum síðar bætti Mary Alice upp fyrir vítaspyrnuklúðrið með því að skora eftir hornspyrnu.

Þetta var frábær leikur og mikil spenna undir lokin, en hvorugt liðið náði að skora og því jafntefli staðreynd. Bæði lið eru rétt fyrir ofan fallsæti, FH í sjöunda sæti með 13 stig og Þróttur í áttunda sæti með 12 stig. Þór/KA er í níunda sæti, fallsæti með 12 stig og KR er á botninum með tíu stig. Það er mikil spenna í þessu.

Önnur úrslit:
Pepsi Max-kvenna: Blikar með flugeldasýningu á Akureyri
Pepsi Max-kvenna: Valur með góðan sigur á Stjörnunni
Athugasemdir
banner
banner
banner