Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 13. september 2020 18:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi Max-kvenna: Valur með góðan sigur á Stjörnunni
Valur er aftur komið á toppinn.
Valur er aftur komið á toppinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan 0 - 3 Valur
0-1 Hlín Eiríksdóttir ('8 )
0-2 Elín Metta Jensen ('67 )
0-3 Mist Edvardsdóttir ('82 )
Lestu nánar um leikinn

Valur endurheimti toppsætið í Pepsi Max-deild kvenna með nokkuð þægilegum sigri gegn Stjörnunni í kvöld.

Hlín Eiríksdóttir kom Val yfir strax á áttundu mínútu leiksins. „Þetta var ekki flókið! Hlín með boltann fyrir utan teig, hægra megin og bara laumaði boltanum fram hjá öllum og í vinstra hornið," skrifaði Brynja Dögg Sigurpálsdóttir í beinni textalýsingu.

Staðan var 1-0 í hálfleik og Stjarnan áfram inn í leiknum en það breyttist þegar leið á seinni hálfleikinn. Elín Metta Jensen kom Val í 2-0 á 67. mínútu og stundarfjórðungi síðar bætti Mist Edvardsdóttir við þriðja markinu.

Lokatölur 3-0 fyrir Val sem er með einu stigi meira en Breiðablik á toppi deildarinnar. Blikar eiga þó leik til góða. Stjarnan er í sjötta sæti með 14 stig, þremur stigum frá fallsæti.

Önnur úrslit:
Pepsi Max-kvenna: Blikar með flugeldasýningu á Akureyri
Athugasemdir
banner
banner
banner