Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 13. september 2020 15:50
Ívan Guðjón Baldursson
Pepsi Max-kvenna: Blikar með flugeldasýningu á Akureyri
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Tveimur fyrstu leikjum dagsins í Pepsi Max-deild kvenna var að ljúka og unnu Blikastúlkur stórsigur á Akureyri þar sem Sveindís Jane Jónsdóttir fór hamförum.

Sveindís Jane og Agla María Albertsdóttir skoruðu tvennu hvor og voru gríðarlega líflegar. Sveindís átti stóran þátt í sjálfsmarki Huldu Karenar Ingvarsdóttur á upphafsmínútunum og fiskaði svo vítaspyrnuna sem Agla María skoraði úr á 19. mínútu.

Agla lagði svo upp fyrir Sveindísi undir lok fyrri hálfleiks og lagði Sveindís upp fyrir Alexöndru Jóhannsdóttur í síðari hálfleik. Sannkölluð markaveisla á Akureyri þar sem Breiðablik skoraði sjö mörk og endurheimti toppsæti deildarinnar í bili.

Í Vestmannaeyjum átti ÍBV leik við Fylki í baráttunni um þriðja sætið. Eyjakonur voru betri í fyrri hálfleik og fóru inn í leikhlé með 1-0.

Bryndís Arna Níelsdóttir jafnaði í síðari hálfleik og skoraði Þórdís Elva Ágústsdóttir korteri síðar. ÍBV náði að gera jöfnunarmark skömmu síðar þegar Karlina Miksone skoraði sitt annað mark í leiknum.

Meira var ekki skorað og virtust bæði lið nokkuð sátt með stig.

Þór/KA 0 - 7 Breiðablik
0-1 Hulda Karen Ingvarsdóttir ('2, sjálfsmark)
0-2 Agla María Albertsdóttir ('19, víti)
0-3 Agla María Albertsdóttir ('40)
0-4 Sveindís Jane Jónsdóttir ('41)
0-5 Rakel Hönnudóttir ('50)
0-6 Alexandra Jóhannsdóttir ('58)
0-7 Sveindís Jane Jónsdóttir ('61)

ÍBV 2 - 2 Fylkir
1-0 Karlina Miksone ('12)
1-1 Bryndís Arna Níelsdóttir ('50)
1-2 Þórdís Elva Ágústsdóttir ('66)
2-2 Karlina Miksone ('73)

Það tekur tíma fyrir stöðutöfluna að uppfærast.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner