Inter í kapphlaupið um Guehi en Liverpool leiðir - Wharton ofar en Baleba á lista Man Utd - Muscat líklegastur til Rangers
   mán 13. september 2021 22:25
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Betis og Elche unnu á útivelli
Það fóru tveir leikir fram í spænska boltanum í kvöld þar sem Elche og Real Betis unnu á útivelli.

Elche heimsótti Getafe í fyrri leik kvöldsins og gerði Lucas Perez, fyrrum leikmaður Arsenal, eina mark leiksins á 69. mínútu, skömmu eftir að hafa komið inn af bekknum.

Real Betis hafði betur gegn Granada þar sem Rodri skoraði skömmu fyrir leikhlé en hinn kólumbíski Luis Suarez jafnaði í síðari hálfleik.

Það var undir lokin sem Sergio Canales gerði sigurmarkið fyrir Betis sem var mun betri aðilinn í leiknum og verðskuldaði sigurinn.

Betis og Elche eru með fimm stig eftir fjórar umferðir. Granada er aðeins með tvö stig á meðan Getafe er án stiga.

Getafe 0 - 1 Elche
0-1 Lucas Perez ('69)

Granada 1 - 2 Real Betis
0-1 Rodri ('45)
1-1 Luis Suarez ('66)
1-2 Sergio Canales ('89)
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 8 7 0 1 19 9 +10 21
2 Barcelona 8 6 1 1 22 9 +13 19
3 Villarreal 8 5 1 2 14 8 +6 16
4 Betis 8 4 3 1 13 8 +5 15
5 Atletico Madrid 8 3 4 1 15 10 +5 13
6 Elche 8 3 4 1 11 9 +2 13
7 Sevilla 8 4 1 3 15 11 +4 13
8 Athletic 8 4 1 3 9 9 0 13
9 Espanyol 8 3 3 2 11 11 0 12
10 Alaves 8 3 2 3 9 8 +1 11
11 Getafe 8 3 2 3 9 11 -2 11
12 Osasuna 8 3 1 4 7 8 -1 10
13 Levante 8 2 2 4 13 14 -1 8
14 Vallecano 8 2 2 4 8 10 -2 8
15 Valencia 8 2 2 4 10 14 -4 8
16 Celta 8 0 6 2 7 10 -3 6
17 Girona 8 1 3 4 5 17 -12 6
18 Oviedo 8 2 0 6 4 14 -10 6
19 Real Sociedad 8 1 2 5 7 12 -5 5
20 Mallorca 8 1 2 5 7 13 -6 5
Athugasemdir
banner
banner