Liverpool hafnaði tilboði í Nunez og hefur áhuga á Tzimas - Chelsea hefur sett verðmiða á Nkunku - Rashford vill fara til Barcelona
   mið 13. september 2023 12:08
Elvar Geir Magnússon
Prettyboitjokko að leggja lokahönd á nýtt Víkingslag
Prettyboitjokko á úrslitaleiknum í Mjólkurbikar kvenna.
Prettyboitjokko á úrslitaleiknum í Mjólkurbikar kvenna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úrslitaleikur Mjólkurbikarsins fer fram klukkan 16 á laugardag en Víkingur og KA mætast þá á Laugardalsvelli.

Víkingur hefur verið bikarmeistari samfleytt frá 14. september 2019. Liðið hefur lyft bikarnum síðustu þrjú skipti en keppnin 2020 var ekki kláruð, vegna Covid heimsfaraldursins.

Víkingur hefur því verið ríkjandi bikarmeistari í 1.460 daga.

Listamaðurinn Patrik Atlason, sem gengur undir nafninu Prettyboitjokko, er að leggja lokahönd á nýtt Víkingslag sem hann gefur út í tilefni leiksins á laugardaginn.

Prettyboitjokko á vinsælasta sumarsmell ársins, lagið 'Skína' sem meðal annars er spilað á næstum öllum íþróttaleikvöngum landsins.

Patrik er mikill Víkingur og lék upp í meistaraflokk félagsins. Hann lék einn leik með liðinu í efstu deild 2011. Systir hans, Nadía Atladóttir, leikur með kvennaliði Víkings og varð bikarmeistari fyrir nokkrum vikum síðan.

Það er mikil spenna fyrir leiknum á laugardag og ljóst að þetta lag mun klárlega auka á þá spennu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner