Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 13. október 2021 12:35
Elvar Geir Magnússon
Leikmaður Man Utd varð fyrir kynþáttafordómum
Anthony Elanga,.
Anthony Elanga,.
Mynd: EPA
Anthony Elanga, sóknarleikmaður Manchester United, varð fyrir kynþáttafordómum í leik með sænska U21 landsliðinu í gær. Sænska fótboltasambandið hefur staðfest þetta í yfirlýsingu.

Elanga spilaði U21 landsleik Svía gegn Ítalíu sem endaði með 1-1 jafntefli.

Í yfirlýsingunni segir að Elanga hafi tilkynnt eftir leikinn að hann hafi orðið fyrir kynþáttaníð frá leikmanni í ítalska liðinu.

Claes Eriksson, þjálfari sænska U21 landsliðsins, segir að gefin hafi verið skýrsla af þeirra útgáfu.

„Enginn á að verða fyrir rasisma. Það er algjörlega óásættanlegt. Við stöndum með og styðjum Anthony í þessu," segir Eriksson.

Elanga er 19 ára og hefur spilað þrjá aðalliðsleiki fyrir United, han nskoraði gegn Úlfunum í lokaumferð síðasta tímabils.
Athugasemdir
banner
banner