Þjóðadeild Evrópu er í fullu fjöri þessa dagana og eru átta leikir á dagskrá í dag og í kvöld.
Það eru spennandi slagir í öllum deildum og hefst veislan í B-deild þar sem Kasakstan tekur á móti Slóveníu, áður en Finnland fær England í heimsókn.
Englendingar töpuðu óvænt á heimavelli gegn Grikklandi á fimmtudaginn og heimsækja þeir Finnland í dag. Þeir eiga sex stig eftir þrjár fyrstu umferðirnar og líta þeir á leikinn í dag sem skyldusigur ef þeir ætla sér að vinna riðilinn.
Grikkland vermir toppsæti riðilsins með fullt hús stiga og tekur á móti Heimi Hallgrímssyni og lærisveinum hans í liði Írlands í kvöld. Heimir er að stýra Írum í fjórða sinn og á afar erfitt verkefni fyrir höndum sér á útivelli gegn toppliði riðilsins.
Írar eiga þrjú stig eftir sigur í síðustu umferð og þurfa aftur að sigra í kvöld til að berjast um toppsætin tvö.
Armenía og Færeyjar eiga svo heimaleiki í C-deildinni á meðan Malta og Liechtenstein spila á heimavelli í D-deild.
Þjóðadeildin B
13:00 Kasakstan - Slóvenía
16:00 Finnland - England
18:45 Grikkland - Írland
18:45 Austurríki - Noregur
Þjóðadeildin C
16:00 Armenia - Norður Makedónía
18:45 Færeyjar - Lettland
Þjóðadeildin D
16:00 Malta - Moldova
16:00 Liechtenstein - Gibraltar
Athugasemdir