Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
banner
   sun 13. október 2024 16:44
Sölvi Haraldsson
Vildi fá Albert inn í hópinn - „Þetta var hans ákvörðun“
Icelandair
Albert Guðmundsson.
Albert Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Íslenska karlalandsliðið mætir Tyrklandi á Laugardalsvelli annað kvöld klukkan 18:45. Tveir lykilleikmenn eru í banni í þeim leik, þeir Stefán Teitur Þórðarson og Jón Dagur Þorsteinsson.

Sævar Atli Magnússon, leikmaður Lyngby, var kallaður inn í landsliðshópinn eftir 2-2 jafnteflið við Wales á föstudaginn. Margir veltu því fyrir sér afhverju Albert Guðmundsson væri ekki tekinn inn í hópinn en Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, sat fyrir svörum á fréttamannafundi í dag og var spurður út í Albert.


Við töluðum við Albert, KSÍ ræddi við Albert um þetta. Það hefur mikið gengið á hjá honum andlega seinustu daga. Þetta er stuttur fyrirvari til að fljúga frá Ítalíu til Íslands. Það væri erfitt fyrir hann, allir setja miklar kröfur á hann.

Í kjölfarið var Hareide spurður hvort þetta hafi alfarið verið hans ákvörðun um að koma ekki í hópinn á þessum tímapunkti.

Já þetta var hans ákvörðun. Við leyfðum honum að taka þá ákvörðun, við vildum hann í hópinn en hann þarf vissulega tíma.“ sagði Hareide á blaðamannafundinum í dag.

Stefán Teitur og Jón Dagur eru báðir í banni fyrir uppsafnaðar áminningar en þeir voru báðir í byrjunarliðinu á föstudaginn.


Landslið karla - Þjóðadeild
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Wales 6 3 3 0 9 - 4 +5 12
2.    Tyrkland 6 3 2 1 9 - 6 +3 11
3.    Ísland 6 2 1 3 10 - 13 -3 7
4.    Svartfjallaland 6 1 0 5 4 - 9 -5 3
Athugasemdir
banner
banner
banner