Lionel Messi og Luis Suarez skoruðu mörkin er Inter Miami tryggði sig áfram í 8-liða úrslit meistarabikars CONCACAF í nótt.
Suarez skoraði fyrra mark Inter Miami úr vítaspyrnu og gerði Messi annað markið í uppbótartíma í 2-0 sigri á Cavalier frá Jamaíku.
Það var þriðja markið sem Messi skorar í keppninni en hann hefur alls komið að fimm mörkum í fjórum leikjum sínum í öllum keppnum á tímabilinu. Þá var þetta 853. markið á ferlinum en hann verður 38 ára gamall á árinu.
Inter Miami vann tveggja leikja rimmuna gegn Cavalier samanlagt, 4-0, og er komið áfram í 8-liða úrslit en þar mun liðið mæta MLS-deildarliði Los Angeles FC.
Messi goals are inevitable ????#TheChampions
— Major League Soccer (@MLS) March 14, 2025
pic.twitter.com/b8qOi99M60
Athugasemdir