Sane, Bruno og Zubimendi orðaðir við Arsenal - Útsendarar Liverpool fylgjast með Hato - Tilboði Man Utd í De Jong var hafnað
   sun 14. apríl 2024 17:39
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Bayer Leverkusen meistari í fyrsta sinn (Staðfest)
Bayer Leverkusen er þýskur deildarmeistari í fyrsta sinn í 119 ára sögu félagsins.

Leverkusen þurfti sigur gegn Werder Bremen í dag til þess að gulltryggja titilinn og gerði liðið það með stæl.

Heimamenn kjöldrógu Bremen, 5-0, á Bay Arena þar sem þýska undrabarnið Florian Wirtz gerði þrennu.

Victor Boniface, markahæsti maður Leverkusen, skoraði fyrsta markið úr vítaspyrnu áður en Granit Xhaka tvöfaldaði forystuna með frábæru marki fyrir utan teig.

Wirtz gekk frá leiknum rúmum 20 mínútum með því að gera þrennu. Næsta stórstjarna Þjóðverja sigldi titlinum örugglega heim.

Lærisveinar Xabi Alonso hafa ekki enn tapað leik á tímabilinu og hefur hann nú þegar skráð liðið í sögubækurnar.

Það ætlaði allt að tryllast þegar dómarinn flautaði leikinn en þúsundir stuðningsmanna streymdu inn á völlinn til að fagna með hetjunum sínum.



Bayer 5 - 0 Werder
1-0 Victor Boniface ('25 , víti)
2-0 Granit Xhaka ('60 )
3-0 Florian Wirtz ('68 )
4-0 Florian Wirtz ('83 )
5-0 Florian Wirtz ('90 )

Darmstadt 0 - 1 Freiburg
0-1 Ritsu Doan ('36 )
Athugasemdir
banner
banner