Florian Plettenberg, fréttamaður á Sky Sports, segir frá því í dag að Arsenal hafi rætt við umboðsmenn Kingsley Coman, kantmanns Bayern München.
Það er einnig áhugi á Coman frá Sádi-Arabíu en Arsenal er að reyna að sannfæra hann.
Það er einnig áhugi á Coman frá Sádi-Arabíu en Arsenal er að reyna að sannfæra hann.
Coman er með samning við Bayern til 2027 en það er búist við að hann yfirgefi félagið í sumar.
Coman er 28 ára gamall kantmaður sem hefur leikið með Bayern frá 2017. Hann hefur einnig leikið með Juventus og PSG á sínum ferli og unnið deildarmeistaratitla með öllum sínum félagsliðum.
Þessi öflugi kantmaður hefur spilað meira en 300 leiki fyrir Bayern.
Athugasemdir