Meiðslavandræði Víkings fara ekkert minnkandi en fyrir leik Víkings og KA í gær voru á meiðslalistanum þeir Aron Elís Þrándarson, Pablo Punyed, Nikolaj Hansen, Oliver Ekroth, Gunnar Vatnhamar og Róbert Orri Þorkelsson.
Í leiknum í gær meiddist svo Valdimar Þór Ingimundarson, hann er mögulega tognaður, og Tarik Ibrahimagic virtist snúa sig á ökkla. Fyrir þau meiðsli sagði Kári Árnason við Fótbolta.net að hann sæi ekki tilgang í því að styrkja hópinn, svo breiður og öflugur væri hann.
Í leiknum í gær meiddist svo Valdimar Þór Ingimundarson, hann er mögulega tognaður, og Tarik Ibrahimagic virtist snúa sig á ökkla. Fyrir þau meiðsli sagði Kári Árnason við Fótbolta.net að hann sæi ekki tilgang í því að styrkja hópinn, svo breiður og öflugur væri hann.
Í útvarpsþættinum Fótbolti.net á laugardag voru leikmannamál Víkings til umræðu og var stuðningsmaður liðsins, Tómas Þór Þórðarson, ekki sammála Kára varðandi þörf á styrkingu.
„Þeir verða að gera eitthvað á markaðnum. Þetta var ekkert það brjálæðislega mikil styrking á milli tímabila, ég veit að Gylfi kom, en t.d. Sveinn Margeir er ekkert að fara spila mikið. Gylfi og Daníel Hafsteinsson eru komnir inn en Víkingur er búinn að missa Ara, Djuric og Gísla Gotta. Þetta er rosaleg blóðtaka. Með Aroni Elís þá eru þetta fjórir byrjunarliðsmenn."
„Tveir af þessum eru topp 10 í deildinni, Aron og Gotti, og svo var Ari nálægt því. Þetta er því rosaleg blóðtaka."
„Það var þörf á styrkingu áður en Aron meiddist, þannig finnið einhvern góðan kantara og áfram gakk," sagði Tómas á laugardaginn.
Komnir
Gylfi Þór Sigurðsson frá Val
Atli Þór Jónasson frá HK
Daníel Hafsteinsson frá KA
Róbert Orri Þorkelsson frá Montreal (var á láni í Noregi)
Sveinn Margeir Hauksson frá KA
Stígur Diljan Þórðarson frá Ítalíu
Farnir
Gísli Gottskálk Þórðarson til Lech Poznan
Ari Sigurpálsson til Elfsborg
Danijel Dejan Djuric til Króatíu
Halldór Smári Sigurðsson hættur
Jón Guðni Fjóluson hættur
Daði Berg Jónsson í Vestra (á láni)
Óskar Örn Hauksson
Athugasemdir