Aron Elís Þrándarson, leikmaður Víkings, sleit krossband í leik Víkings og ÍBV á mánudag. Það er mikil blóðtaka fyrir Víking og spurning hvort að þurfi að fá inn leikmann í stað Arons. Til þess að svara þeirri spurningu ræddi Fótbolti.net við Kára Árnason en hann er yfirmaður fótboltamála hjá Víkingi.
„Það er mikið búið að tala um að okkur vanti leikmenn, en ég er ekki alveg sammála því. Það er auðvitað mikil blóðtaka að missa Aron, hann er frábær leikmaður og auðvitað erfitt. En engu að síður erum við með gríðarlega breiðan hóp," segir Kári.
„Það er mikið búið að tala um að okkur vanti leikmenn, en ég er ekki alveg sammála því. Það er auðvitað mikil blóðtaka að missa Aron, hann er frábær leikmaður og auðvitað erfitt. En engu að síður erum við með gríðarlega breiðan hóp," segir Kári.
„Ef þú horfir á miðjumennina sem taka við keflinu, þá eru þeir ekki af verri endanum. Þetta eru alvöru nöfn í þessari deild. Við erum Daníel Hafsteinsson, Viktor Örlyg, Tarik (Ibrahimagic), Gylfa Þór Sigurðsson, Matta (Matthías Vilhjálmsson) og Gunnar Vatnhamar hefur spilað á miðjunni og spilar þarna oftast fyrir landsliðið. Þetta eru allt öflugir leikmenn."
„Það hefur líka verið talað um kantstöðurnar. Ég hef bara það mikla trú á þessum leikmannahópi að ég sé eiginlega ekki tilgang í því að vera styrkja hann eitthvað af því við getum brugðist við nánast hverju sem er. Við gætum þurft að spila einhvern aðeins út úr stöðu í einn leik, t.d. gæti Valdi (Valdimar Þór Ingimundarson) þurft að fara á kantinn í einn leik. Himinn og jörð munu ekki farast þó að Valdimar Ingimundarson þurfi að vera á kantinum, hann yrði geggjaður þar eins og í öðrum stöðum."
„Við getum brugðist við flestu og það er heldur ekki hægt að vera með of stóran leikmannahóp á Íslandi. Það er erfitt að halda öllum ánægðum ef það er staðan."
„Segjandi það þá verða Gylfi Sigurðsson, Róbert Orri, Aron, Oliver (Ekroth) og Nikolaj (Hansen) frá í næsta leik. Það er hellingur af leikmönnum frá, algjörir lykilleikmenn, en við erum samt með gríðarlega sterkt lið og hóp. Ef maður ber saman liðin (Víking og KA) á blaði, þá er þetta leikur sem við eigum að vinna og það eru allir sammála um það held ég, en við vitum hvernig fótboltinn er, það getur allt gerst og allt það. En við erum svo sannarlega með lið til að vinna þessa leiki, það er ekki spurning."
Ekki langt í Oliver Ekroth og Nikolaj Hansen
„Nikolaj er allur að koma til, bara leiðinleg tímasetning á hans meiðslum sem tóku hann úr leik í loka hnykknum á undirbúningstímabilinu. Vonandi eftir ÍBV leikinn (eftir viku) fær hann að sjá einhverjar mínútur, og sama í rauninni með Oliver."
Full trú á að hópurinn nái öllum markmiðunum
Það má orðað það þannig að þið eruð með augun opin fyrir góðum leikmönnum, en þið eruð ekki í virkri leit?
„Það er akkúrat þannig sem ég myndi orða það. Augun opin... ég held að það séu öll lið alltaf með augun opin."
„Það er auðvitað blóðtaka og gríðarlega leiðinlegt að missa Aron, hann er mikið hjarta í þessu hjá okkur og hörmulegt fyrir hann sjálfan og liðið. En við eigum að geta brugðist við þessu með okkar hóp og hópurinn er það góður að ég hef fulla trú á því að við náum öllum okkar markmiðum þrátt fyrir þessi leiðinlegu meiðsli."
Munu hjálpa Aroni og standa þétt við bakið á honum
Kári segist ekki koma að ákvörðuninni hvort Aron fari í aðgerð vegna meiðslanna eða ekki.
„Við munum standa við bakið á Aroni. Eftir þetta tímabil á hann eitt ár eftir af samningi. Við vonum að hann komi ferskur til baka. Við munum hjálpa honum á leiðinni og okkur hlakkar til að sjá hann aftur á vellinum sem fyrst," segir Kári.
Athugasemdir