Höjlund kominn með verðmiða - Gibbs-White mun kosta sitt - Fer Saliba frítt eftir tvö ár?
   mið 09. apríl 2025 10:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Vangaveltur
Staða Víkings skoðuð eftir áfallið - Nóg til af miðjumönnum en verður keyptur kantmaður?
Mjög leiðinleg meiðsli.
Mjög leiðinleg meiðsli.
Mynd: Víkingur
Viktor er eins og svissneskur vasahnífur, getur leyst eiginlega öll hlutverk.
Viktor er eins og svissneskur vasahnífur, getur leyst eiginlega öll hlutverk.
Mynd: Víkingur
Daði Berg í baráttunni við Hólmar Örn á sunnudag.
Daði Berg í baráttunni við Hólmar Örn á sunnudag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er ljóst að Aron Elís Þrándarson verður frá næstu mánuðina og verður mögulega ekki meira með á tímabilinu eftir að hafa slitið aftara krossband í hné í leik Víkings gegn ÍBV á mánudag.

Hann er einn besti leikmaður Bestu deildarinnar og ljóst að það er stórt skarð hoggið í lið Víkings. En hvað geta Víkingar gert?

Það mátti heyra á Sölva Geir, þjálfara liðsins, að Víkingur sé með nóg af miðjumönnum í hópnum, enda er það hárrétt hjá honum. Spurningin er frekar hvort þeir séu nógu góðir ef Aron verður ekkert meira með á tímabilinu.

Leikmenn eins og Tarik Ibrahimagic, Matthías Vilhjálmsson, Viktor Örlygur Andrason og jafnvel Stígur Diljan Þórðarson geta komið inn á miðsvæðið og spilað með þeim Daníel Hafsteinssyni, Gylfa Þór Sigurðssyni og svo Pablo Punyed þegar hann snýr til baka úr sínum hnémeiðslum. Svo er Valdimar Þór Ingimundarson einnig frábær í hlutverki sóknarsinnaðs miðjumanns en hann lék sem fremsti maður gegn ÍBV. Allt eru þetta gæðaleikmenn, enginn af þeim jafngóður og Aron, en þó rúmlega brúkhæfir í Bestu deildinni.

Fótbolti.net kannaði möguleikann á því hvort Víkingur gæti kallað Daða Berg Jónsson til baka úr láni frá Vestra en það er ekki hægt fyrr en í fyrsta lagi í sumarglugganum. Daði er U19 landsliðsmaður sem er ætlað stórt hlutverk hjá Vestra.

Utan frá eru því kostirnir margir, en ef það á að færa Viktor Örlyg, sem hefur spilað á kantinum í síðustu leikjum, aftur miðsvæðis, þá gæti Víkingur aftur farið og kannað möguleikana á því að fá kantmann inn í hópinn.

Víkingur hefur reynt að fá Kjartan Kára Halldórsson í vetur og eftir viðræður við FH ættu Víkingar að vita nákvæmlega hvað hann kostar. Þá hafði Víkingur áhuga á Elmari Kára Enessyni Cogic, kantmanni Aftureldingar, síðasta haust og spurning hvort það sé leikmaður sem Víkingar reyni við. Víkingar hafa einnig verið orðaðir við Birni Snæ Ingason (Halmstad) og Óskar Borgþórsson (Sogndal).
Athugasemdir
banner
banner