Mohamed Salah skrifaði undir nýjan tveggja ára samning við Liverpool fyrir helgi. Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð hans en hann lokaði á alla umræðu með undirskriftinni.
Einnig hefur verið rætt og ritað um framtíð Virgil van Dijk, fyrirliða liðsins, en talið er að hann muni skrifa undir samning á næstu dögum. Það myndi gleðja Salah mikið.
Einnig hefur verið rætt og ritað um framtíð Virgil van Dijk, fyrirliða liðsins, en talið er að hann muni skrifa undir samning á næstu dögum. Það myndi gleðja Salah mikið.
„Ég er ánægður að við náðum að klára þetta fyrir lok tímabilsins og vonandi klárar Virgil málin fljótlega. Hann getur gert það sem hann vill en ég myndi gjarnan vilja sjá hann hérna aftur á næsta ári," sagði Salah.
Salah fagnaði nýjum samningi með því að leggja upp fyrra mark Liverpool á Luis Diaz í 2-1 sigri gegn West Ham í gær en Van Dijk skoraði sigurmarkið.
Athugasemdir