Manchester City og Arsenal stigu ekki feilspor í liðinni umferð í ensku úrvalsdeildinni. Lokaumferðin fer fram á sunnudag og spennan er áþreifanleg. Eftir hverja umferð velur Garth Crooks sérfræðingur BBC úrvalslið umferðarinnar.
Markvörður: Ederson (Manchester City) - Þetta hefur ekki verið besta tímabil Brassans en gegn Fulham sýndi hann mikið öryggi og hélt hreinu.
Varnarmaður: William Saliba (Arsenal) - Það var engin flugeldasýning gegn Man Utd en Arsenal kláraði verkefnið. Franski varnarmaðurinn heldur áfram að vera traustur sem klettur í hjarta varnarinnar.
Miðjumaður: Tomas Soucek (West Ham) - Hæg byrjun á leiknum gegn Luton en svo fóru Hamrarnir í gang. Soucek var gríðarlega mikilvægur og skoraði.
Sóknarmaður: Phil Foden (Manchester City) - Rosalegt tímabil sem drengurinn hefur átt. Hann skoraði annað mark City í 4-0 sigrinum gegn Fulham. Meistararnir litu aldrei til baka eftir það.
Athugasemdir