Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 14. júlí 2019 23:00
Arnar Helgi Magnússon
Senegal án Koulibaly í úrslitaleiknum
Mynd: Getty Images
Senegal tryggði sér farseðil í úrslitaleik Afríkubikarsins í dag með sigri á Túnis. Sigurmarkið kom í framlengingu.

Liðið mætir Alsír í úrslitaleiknum sem verður spilaður á föstudag. Túnis og Nígería spila um 3. sætið á miðvikudag.

Senegal varð fyrir áfalli þegar Kalidou Koulibaly fékk að líta gult spjald í dag en það þýðir að hann verður í banni í úrslitaleiknum. Gula spjaldið fékk hann fyrir að handleika knöttinn innan vítateigs.

Vítaspyrna var dæmd en Alfred Gomis, markvörður Senegal, varði spyrnuna.

Koulibaly þarf því að horfa á félaga sína leika úrslitaleikinn úr stúkunni á föstudag!
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner