Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 14. júlí 2020 13:30
Innkastið
„FH hefur ekkert sýnt"
Úr leiknum í gærkvöldi.
Úr leiknum í gærkvöldi.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Fyrirfram var þetta leikur þar sem krafa er hjá FH um að vinna ef þeir ætla að berjast á toppnum eins og þeir vilja," sagði Ingólfur Sigurðsson í Innkastinu í gærkvöldi.

FH tapaði 2-1 á heimavelli gegn Fylki en Fimleikafélagið er með sjö stig eftir fimm leiki í Pepsi Max-deildinni.

„FH var ansi langt frá sínu besta og það er synd eftir fínan leik gegn Breiðabliki á útivelli, þar sem þeir fá stig, að fylgja því ekki betur eftir," bætti Ingólfur við.

„Þetta eru áhugaverð úrslit en fyrir mér eru þetta ekki óvænt úrslit," sagði Gunnar Birgisson.

„Þetta FH lið hefur ekki sýnt manni það að það eigi að vinna einhverja leiki fyrirfram í þessari deild. Þá erum við að tala um FH fyirr 3-5 árum síðan. Það FH lið á að vinna svona leik. Þetta FH lið þarf að berjast fyrir öllu sínu. Þeir hafa í raun og veru ekkert sýnt."

Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, sagði eftir leik að leikmenn liðsins hefðu verið andlausir og ekki sýnt vilja til að verjast.

„Þetta voru pillur og hann var greinilega mjög ósáttur með sína menn. Skiljanlega," sagði Ingólfur SIgurðsson.

Hér að neðan má hlusta á Innkastið í heild sinni en þar var meira rætt um lið FH.
Innkastið - Fylkir kemur öllum á óvart og óvæntur brottrekstur
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner