banner
   þri 14. júlí 2020 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lið 5. umferðar: Varnarsinnaðra en oft áður
Lengjudeildin
Vuk Oskar Dimitrijevic.
Vuk Oskar Dimitrijevic.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nacho Heras.
Nacho Heras.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflavík og Leiknir R. eiga flesta fulltrúa í liði 5. umferðar Lengjudeildar karla eftir flotta sigra í umferðinni. Leiknir var fyrsta liðið til að taka stig af Fram með 5-2 sannfærandi sigri og Keflavík vann 2-1 sigur á Þór þrátt fyrir að hafa verið einum færri í um klukkutíma og tveimur færri í um tíu mínútur.

Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis er þjálfari umferðarinnar og tveir lærisveina hans, Vuk Oskar Dimitrijevic og Sævar Atli Magnússon eru í liði umferðarinnar. Báðir eru þeir í liðinu í annað sinn.

Nacho Heras, Rúnar Þór Sigurgeirsson og Sindri Kristinn Ólafsson eru í liðinu fyrir hönd Keflvíkinga.



Liðið er varnarsinnaðara en það er oftast og er spilað leikkerfið 5-3-2. Friðrik Þórir Hjaltason úr Vestra er í varnarlínunni ásamt Ísaki Atla Kristjánssyni, Jóni Ingasyni og tveimur Keflvíkingum.

Jason Daði Svanþórsson átti góðan leik fyrir Aftureldingu í sigri á Leikni Fáskrúðsfirði og Magnús Þórðarson átti frábæra innkomu fyrir Fram í tapinu gegn Leikni.

Gonzalo Zamorano fullkomnar svo liðið í þetta skiptið eftir flotta frammistöðu í sigri Ólsarara á Magna.

Fyrri lið umferðar:
Lið 1. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 4. umferðar
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner