Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 10. júlí 2020 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lið 4. umferðar: Allir í fyrsta sinn fyrir utan Gary Martin
Lengjudeildin
Gary Martin er sá eini sem er búinn að vera í liðinu oftar en einu sinni af þeim sem eru í liði umferðarinnar í þetta skiptið.
Gary Martin er sá eini sem er búinn að vera í liðinu oftar en einu sinni af þeim sem eru í liði umferðarinnar í þetta skiptið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bjarni Jóhannsson.
Bjarni Jóhannsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bjarni Jóhannsson er þjálfari liðs fjórðu umferðar Lengjudeildarinnar eftir frábæran útisigur á Þór þar sem hans lið var einum færri nánast allan síðari hálfleikinn. Nacho Gil skoraði sigurmark Vestra gegn sínum gömlu félögum og er ásamt Bjarna í úrvalsliðinu.

Afturelding á flesta fulltrúa í liðinu eða þrjá talsins eftir 7-0 sigur á Magna. Andri Freyr Jónasson skoraði fernu og áttu þeir Aron Elí Sævarsson og Ísak Atli Kristjánsson góðan leik.



Það er athyglisvert að þegar rýnt er yfir lið umferðarinnar í þetta skiptið að þá er aðeins einn leikmaður sem hefur verið áður í liði umferðarinnar í sumar. Það er Gary Martin sem er var í liði þriðju umferðar. Gary er í liðinu eftir 4-2 sigur á Leikni og kemst Bjarni Ólafur Eiríksson einnig í liðið.

Keflavík og Grindavík gerðu 4-4 jafntefli í frábærum nágrannaslag. Sigurður Bjartur Hallsson var maður leiksins og Davíð Snær Jóhannsson var besti maður Keflavíkur.

Fram er enn með fullt hús stiga ásamt ÍBV eftir flottan útisigur í Ólafsvík. Már Ægisson var flottur í 2-1 sigri Fram og stóð Ólafur Íshólm Ólafsson vaktina vel í markinu. Unnar Ari Hansson er þá fulltrúi Leiknis Fáskrúðsfjarðar í liðinu eftir heimasigur gegn Þrótti.

Hér að neðan má sjá stöðuna í deildinni eftir fjórar umferðir. Fimmta umferðin hefst á morgun.

Fyrri lið umferðar:
Lið 1. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 3. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner