Liverpool undirbýr tilboð í Branthwaite - Nketiah nálgast Forest - Sterling boðinn til Villa
   sun 14. júlí 2024 19:01
Brynjar Ingi Erluson
Yamal tók metið af Sanches
Lamine Yamal
Lamine Yamal
Mynd: EPA
Lamine Yamal er yngsti leikmaður til að spila úrslitaleik Evrópumótsins en hann náði þessum áfanga um leið og flautað var til leiks í kvöld.

Lestu um leikinn: Spánn 2 -  1 England

Yamal, sem fagnaði 17 ára afmæli sínu í gær, er í byrjunarliði Spánverja gegn Englendingum á Ólympíuleikvanginum í Berlín.

Vængmaðurinn hefur slegið hvert metið á fætur öðru á þessu móti og setti hann enn eitt metið í kvöld.

Hann er nú yngsti leikmaðurinn til að spila til úrslita á EM og tók þar með metið af Renato Sanches sem var 18 ára og 327 daga gamall er hann byrjaði í úrslitaleik EM 2016 með Portúgölum.

Þá er hann sá yngsti til að spila úrslitaleik í stórmóti í sögunni og tekur þar með metið af Pele sem var 17 ára og 249 daga gamall er hann spilaði í úrslitum HM 1958.

Yamal hefur verið með bestu mönnum mótsins. Hann hefur skorað eitt mark og lagt upp þrjú til þessa.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner