Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 14. ágúst 2019 20:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mynd: Nafn Jorginho stafað vitlaust
Mynd: Getty Images
Í kvöld fer fram leikurinn um Ofurbikar Evrópu. Liverpool og Chelsea eru að eigast við.

Í leiknum mætast liðin sem unnu Meistaradeildina og Evrópudeildina á síðasta tímabili. Það voru enskir úrslitaleikir í þessum keppnum á síðustu leiktíð. Liverpool vann Tottenham 2-0 í Meistaradeildinni og Chelsea vann 4-1 sigur á Arsenal í Evrópudeildinni.

Það er búið að flauta til hálfleiks og er staðan 1-0 fyrir Chelsea. Olivier Giroud skoraði markið.

Miðjumaðurinn Jorginho er í byrjunarliði Chelsea, en athygli hefur vakið í fyrri hálfleiknum að nafn hans er stafað vitlaust aftan á búningnum.

Á búningnum stendur: Jorghino. Þannig er nafn hans ekki stafað.


Athugasemdir
banner
banner
banner