Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 14. ágúst 2022 21:10
Ívan Guðjón Baldursson
Besta deildin: Valur með flugeldasýningu gegn Stjörnunni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Valur 6 - 1 Stjarnan
0-0 Emil Atlason ('20, misnotað víti)
0-1 Haukur Páll Sigurðsson ('21, sjálfsmark)
1-1 Patrick Pedersen ('30)
2-1 Aron Jóhannsson ('35)
3-1 Patrick Pedersen ('42)
4-1 Tryggvi Hrafn Haraldsson ('49)
5-1 Tryggvi Hrafn Haraldsson ('65)
6-1 Patrick Pedersen ('66)


Lestu um leikinn: Valur 6 -  1 Stjarnan

Valur gjörsamlega rúllaði yfir Stjörnuna er liðin mættust í lokaleik dagsins í Bestu deildinni.

Viðureignin reyndist hin mesta skemmtun og stjórnaði Valur ferðinni í byrjun en það voru Stjörnumenn sem skoruðu fyrst.

Frederik Schram varði vítaspyrnu frá Emil Atlasyni meistaralega á 20. mínútu en mínútu síðar lá boltinn í netinu eftir hornspyrnu Stjörnunnar. Haukur Páll Sigurðsson ruglaðist eitthvað og setti boltann í eigið net eftir að skalli frá Elís Rafni Björnssyni barst til hans.

Stjörnumenn virtust vera komnir betur inn í leikinn eftir þetta mark en svo var ekki. Valsmenn fóru af stað með flugeldasýningu sem hófst á jöfnunarmarki Patrick Pedersen. Aron Jóhannsson kom Val yfir skömmu seinna með þrumuskoti úr D-boganum eftir stoðsendingu frá Tryggva Hrafni Haraldssyni sem lagði svo annað mark upp þegar Patrick kom Val í 3-1. 

Tryggvi Hrafn komst sjálfur á blað í upphafi síðari hálfleiks og skoraði svo annað beint úr aukaspyrnu. Það mark var frábært og stóð Haraldur Björnsson grafkyrr á marklínunni.

Strax eftir aukaspyrnumarkið fullkomnaði Patrick þrennuna sína og staðan orðin 6-1 fyrir Val, sem hefði getað bætt meiru við á lokakaflanum en gerði ekki.

Þetta er þriðji sigur Valsara í röð og eru þeir í þokkalegri stöðu í Evrópubaráttunni, þremur stigum eftir KA sem er í öðru sæti.

Valur hoppar yfir Stjörnuna á stöðutöflunni og upp í fjórða sæti. Stjarnan er tveimur stigum á eftir Val.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner