Eins og greint var frá í gær þá er Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður Dijon, sagður vera á leið til Arsenal.
Emiliano Martinez er á leiðinni frá Arsenal og ætlar liðið að fá Rúnar Alex til að fylla í hans skarð sem varamarkvörður.
Samkvæmt heimildum 433.is mun Rúnar skrifa undir fimm ára samning við Arsenal og fór hann í læknisskoðun hjá Lundúnarliðinu í dag.
Á ferli sínum hefur Rúnar leikið fyrir KR, Nordsjælland og Dijon. Í Dijon var hann aðalmarkvörður liðsins en þar missti hann stöðu sína og hefur verið varamarkvörður síðan.
Athugasemdir