Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 14. september 2021 12:52
Innkastið
Bikarmeistaratitill eina sem getur bjargað starfi Heimis?
Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals.
Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það hefur margt verið sagt um Val undanfarnar vikur. Það er ekki gott að horfa upp á þetta og öll spjót beinast að Heimi Guðjónssyni, og það kannski eðlilega," segir Ingólfur Sigurðsson í Innkastinu þar sem rætt var um niðursveiflu Íslandsmeistara Vals.

Liðið hefur tapað þremur leikjum í röð og er skyndilega komið niður í fimmta sæti deildarinnar. Þá hefur spilamennska liðsins verið harðlega gagnrýnd.

„Mér finnst vera svo mikil leikleysa í gangi, þegar horft er á liðið taktískt. Þetta er eins og lið frá 2000. Hvaða toppbaráttulið í Evrópu spilar eins og Valur? Það er ekki neitt. Þetta er 20 ára gamall fótbolti sem er leikstíll liðsins og stuðningsmenn eru alls ekki aðdáendur. Það skilur enginn hvað er í gangi þegar þú ert með svona geggjaðan leikmannahóp," segir Ingólfur.

„Frá því að Heimir tók við þá hefur spilamennska Vals orðið þunglamalegri og þunglamalegri. Uppstillingin gegn Breiðabliki lyktaði bara af því að þeir hafi þurft að vera svo þéttir varnarlega. Leikstíllinn einkennist af hræðslu frekar en hungri og hugrekki til að vinna."

Í Innkastinu er einnig talað um að lykilmenn hafi ekki staðið undir væntingum og leikmannakaupin fyrir tímabil misheppnast.

„Það má taka undir það að þetta er fornaldarfótbolti. Maður veit ekki hvað verður um Heimi, gleymum því ekki að Óli Jó var rekinn eftir fimmta sætið. Þeir eiga bikarinn inni og við sjáum hvað verður en þetta var svo fljótt að fara fram af bjargsbrúninni. Auðvitað þurfa leikmenn að taka sína ábyrgð en eftir höfðinu dansa limirnir," segir Tómas Þór Þórðarson.

Valsmenn heimsækja Lengjudeildarlið Vestra í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins á morgun. Er bikarmeistaratitill það eina sem getur bjargað starfi Heimis?

„Öll athyglin er á Heimi og minna á leikmönnunum en svona er líf þjálfarans. Ef þeir tapa fyrir Vestra þá yrði það algjört lestarslys fyrir Val og þá er þetta bara búið," segir Ingólfur.

Ingólfur veltir því fyrir sér hvort Valur gæti hugsað út í að ráða erlendan þjálfara ef Heimir verður látinn fara.

„Íslensk félög hika ekki við að sækja leikmenn frá norðurlöndunum. Af hverju hugsar Valur ekki svona í þjálfaramálum og sækir mann sem hefur til dæmis verið tíu ár í dönsku deildinni?"
Innkastið - Öll spjót beinast að Heimi og Skagamenn sleppa
Athugasemdir
banner
banner
banner