Saliba til Real, Costa til City, Chilwell til Man Utd, Ramsey eftirsóttur og Van Dijk fær nýjan samning
banner
   lau 14. september 2024 16:28
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
3. deild: Víðir upp á markatölu - Elliði féll eftir dramatík í Vesturbæ
Víðir vann Fótbolti.net bikarinn í fyrra og fer í ár upp úr 3. deildinni.
Víðir vann Fótbolti.net bikarinn í fyrra og fer í ár upp úr 3. deildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Einar Már skoraði annað af mörkum KV.
Einar Már skoraði annað af mörkum KV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lokaumferðin í 3. deild karla fór fram í dag og var spenna hvaða lið myndi fylgja Kára upp í 2. deild og Vængjum Júpíters niður í 4. deildina.

Víðir gerði 1-1 jafntefli gegn Augnabliki og dugði það stig til að fara upp um deild. Árbær endaði með jafnmörg stig, 45 talsins, en Víðir var með mun betri markatölu. Árbær vann topplið Kára í lokaumferðinni.

KV bjargaði sér svo frá falli með því að vinna Elliða í því sem reyndist úrslitaleikur um hvort liðið myndi bjarga sér. Lið KV lék lokakaflann manni færra en þrátt fyrir það náði liðið að koma inn tveimur mörkum og halda sér í deildinni á kostnað Elliða.

KFK vann ÍH með þremur mörkum og tryggði sér með því sæti sitt og Magni slátraði Vængjum á Grenivík, 7-0 lokatölur.

Fréttin verður uppfærð með markaskorurum þegar þeir berast

KV 2 - 0 Elliði
1-0 Einar Már Þórisson ('73 )
2-0 Björn Henry Kristjánsson ('90 )
Rautt spjald: Sverrir Rafn Sigmundsson (starfsmaður) , Elliði ('57), Askur Jóhannsson , KV ('63) og Jóhann Karl Ásgeirsson , Elliði ('91)

ÍH 0 - 3 KFK
0-1 Javier Berenguer Fidalgo ('47 )
0-2 Javier Berenguer Fidalgo ('63 )
0-3 Unnar Ari Hansson ('84 )
Rautt spjald: Róbert Leó Sigurðarson , ÍH ('83)

Árbær 3 - 1 Kári
1-0 Agnar Guðjónsson ('10 )
2-0 Daníel Gylfason ('45 , Mark úr víti)
2-1 Axel Freyr Ívarsson ('77 )
3-1 Daníel Gylfason ('81 )

Augnablik 1 - 1 Víðir
0-1 David Toro Jimenez ('9 )
1-1 Aron Skúli Brynjarsson ('85 )

Magni 8 - 1 Vængir Júpiters
1-0 Ottó Björn Óðinsson ('45 )
2-0 Númi Kárason ('51 )
3-0 Ibrahim Boulahya El Miri ('52 )
4-0 Alexander Ívan Bjarnason ('57 )
5-0 Númi Kárason ('57 )
6-0 Númi Kárason ('66 )
7-0 Ingólfur Birnir Þórarinsson ('73 )
8-0 Guðmundur Óli Steingrímsson ('74 )
8-1 Bjarki Fannar Arnþórsson ('87 )
3. deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Kári 22 14 5 3 63 - 25 +38 47
2.    Víðir 22 13 6 3 54 - 25 +29 45
3.    Árbær 22 14 3 5 47 - 32 +15 45
4.    Augnablik 22 12 4 6 46 - 30 +16 40
5.    Magni 22 9 6 7 35 - 38 -3 33
6.    Hvíti riddarinn 22 8 2 12 45 - 49 -4 26
7.    ÍH 22 7 4 11 61 - 63 -2 25
8.    KV 22 8 1 13 36 - 50 -14 25
9.    KFK 22 8 1 13 39 - 59 -20 25
10.    Sindri 22 7 3 12 40 - 49 -9 24
11.    Elliði 22 7 2 13 32 - 54 -22 23
12.    Vængir Júpiters 22 5 3 14 37 - 61 -24 18
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner