Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   lau 14. september 2024 14:18
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Völsungur að valta yfir KFA og er á leið upp
Jakob Gunnar funheitur!
Jakob Gunnar funheitur!
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Völsungur er að valta yfir KFA í Fjarðabyggðarhöllinni, staðan var orðin 3-0 eftir um tíu mínútna leik.

Þeir Arnar Pálmi Kristjánsson, Jakob Gunnar Sigurðsson og Sergio Parla hafa skorað mörk Völsungs.

Með sigri í leiknum fer Völsungur upp í Lengjudeildina en ef liðið misstígur sig þá fá Víkingur Ólafsvík og Þróttur Vogum tækifæri til að hirða annað sætið, en eins og fyrr segir bendir allt til þess að Völsungur klári sitt.

Upplýsingar um markaskorara fengust í gengum Doc Zone á Youtube.

Jakob Gunnar hefur skorað 22 mörk í sumar, er langmarkahæstur í 2. deild.
Athugasemdir
banner