Jakob Gunnar Sigurðsson er langmarkahæsti leikmaður 2. deildar en hann hefur skorað 21 mark fyrir Völsung.
Lokaumferð 2. deildar karla verður spiluð á laugardag og þá ræðst hvaða lið fer upp ásamt Selfossi en tvö efstu liðin leika í Lengjudeildinni á næsta ári.
Selfyssingar tryggðu sér sigur í deildinni í ágúst en Völsungur frá Húsavík er í öðru sæti fyrir lokaumferðina, með eins stigs forystu á Þrótt Vogum og Víking Ólafsvík.
Selfyssingar tryggðu sér sigur í deildinni í ágúst en Völsungur frá Húsavík er í öðru sæti fyrir lokaumferðina, með eins stigs forystu á Þrótt Vogum og Víking Ólafsvík.
Völsungur á erfiðan útileik framundan gegn KFA í lokaumferðinni og vonast liðin fyrir aftan að Húsvíkingar fagni ekki sigri í Fjarðabyggðarhöllinni.
Þóttur Vogum, sem er með betri markatölu en Víkingur Ó., mun fá Hauka í heimsókn. Ólsarar, sem misstigu sig með því að gera jafntefli gegn Ægi síðasta sunnudag, eiga leik gegn Kormáki/Hvöt sem er í fallbaráttu.
Í fallbaráttunni er Reynir Sandgerði þegar farið niður. KF er í fallsæti og KFG og Kormákur/Hvöt eru enn í fallhættu.
laugardagur 14. september
14:00 Selfoss-Ægir (JÁVERK-völlurinn)
14:00 KFA-Völsungur (Fjarðabyggðarhöllin)
14:00 Þróttur V.-Haukar (Vogaídýfuvöllur)
14:00 Víkingur Ó.-Kormákur/Hvöt (Ólafsvíkurvöllur)
14:00 KF-Höttur/Huginn (Ólafsfjarðarvöllur)
14:00 Reynir S.-KFG (Brons völlurinn)
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir