Real Madrid ætlar að reyna við Bruno Fernandes - Barcelona vill ekki selja Pedri - Sænskur landsliðsmaður til Man City?
banner
   mið 11. september 2024 17:00
Elvar Geir Magnússon
Ræðst á laugardag hverjir fylgja Selfyssingum upp í Lengjudeildina
Jakob Gunnar Sigurðsson er langmarkahæsti leikmaður 2. deildar en hann hefur skorað 21 mark fyrir Völsung.
Jakob Gunnar Sigurðsson er langmarkahæsti leikmaður 2. deildar en hann hefur skorað 21 mark fyrir Völsung.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Lokaumferð 2. deildar karla verður spiluð á laugardag og þá ræðst hvaða lið fer upp ásamt Selfossi en tvö efstu liðin leika í Lengjudeildinni á næsta ári.

Selfyssingar tryggðu sér sigur í deildinni í ágúst en Völsungur frá Húsavík er í öðru sæti fyrir lokaumferðina, með eins stigs forystu á Þrótt Vogum og Víking Ólafsvík.

Völsungur á erfiðan útileik framundan gegn KFA í lokaumferðinni og vonast liðin fyrir aftan að Húsvíkingar fagni ekki sigri í Fjarðabyggðarhöllinni.

Þóttur Vogum, sem er með betri markatölu en Víkingur Ó., mun fá Hauka í heimsókn. Ólsarar, sem misstigu sig með því að gera jafntefli gegn Ægi síðasta sunnudag, eiga leik gegn Kormáki/Hvöt sem er í fallbaráttu.

Í fallbaráttunni er Reynir Sandgerði þegar farið niður. KF er í fallsæti og KFG og Kormákur/Hvöt eru enn í fallhættu.

laugardagur 14. september
14:00 Selfoss-Ægir (JÁVERK-völlurinn)
14:00 KFA-Völsungur (Fjarðabyggðarhöllin)
14:00 Þróttur V.-Haukar (Vogaídýfuvöllur)
14:00 Víkingur Ó.-Kormákur/Hvöt (Ólafsvíkurvöllur)
14:00 KF-Höttur/Huginn (Ólafsfjarðarvöllur)
14:00 Reynir S.-KFG (Brons völlurinn)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner