Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   mið 14. október 2020 22:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Skráðir 59 áhorfendur á leiknum
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland spilaði í kvöld sinn síðasta heimaleik á þessu skrítna ári.

Við tókum á móti Belgíu, besta landsliði í heimi samkvæmt styrkleikalista FIFA, og töpuðu 2-1.

Einungis sextíu manns fengu miða á síðustu þrjá leiki Íslands á Laugardalsvelli. Var það ákveðið að allir miða færu í hendur Tólfunnar, stuðningsmannasveitar Íslands.

Tólfan hefur staðið sig frábærlega og stutt vel við bakið á íslenska liðinu í erfiðum leikjum.

Það er athyglisvert að í skýrslu KSÍ frá leiknum kemur fram að aðeins 59 áhorfendur hafi verið á leiknum, ekki 60. Það er því spurning hvort einn Tólfumeðlim hafi vantað á leikinn.
Athugasemdir
banner