Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   mán 14. október 2024 20:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Einkunnir Íslands: Mistök sem reyndust afar dýr
Icelandair
Orri Steinn fagnar marki sínu.
Orri Steinn fagnar marki sínu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland fagnar marki í leiknum.
Ísland fagnar marki í leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Úr leiknum.
Úr leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Það var ótrúlegur fótboltaleikur að klárast á Laugardalsvelli. Tyrkland vann 2-3 útisigur gegn Íslandi.

Einkunnagjöf Fótbolta.net úr leiknum má sjá hér fyrir neðan.

Hákon Rafn Valdimarsson - 4
Gerði slæm mistök sem voru ótrúlega dýrkeypt. Var búinn að vera nokkuð flottur fram að því. En þetta má ekki gerast. Mótmæltu líka! Hefði alveg verið hægt að dæma aukaspyrnu á þetta ef hann og leikmenn Ísland hefðu sett meiri kraft í það.

Valgeir Lunddal - 6
Flottur leikur hjá Valgeiri að mestu leyti. Varðist vel framan af og lagði upp gott mark.

Sverrir Ingi Ingason - 4
Alls ekki besti landsleikur sem Sverrir hefur spilað. Fékk dæmt á sig víti og var ósannfærandi oft á tíðum. Sendingin hans í þriðja marki Tyrkja var alltof laus.

Daníel Leó Grétarsson - 6
Fínn leikur hjá Daníel, var sérstaklega góður framan af.

Logi Tómasson - 5
Eftir stórkostlega innkomu í síðasta leik, þá var Logi ekki alveg eins frábær í þessum leik. Átti þrumuskot í fyrri hálfleik en var orðinn orkulítill í seinni hálfleik.

Mikael Neville Anderson - 6
Átti góða stoðsendingu og barðist af miklum krafti. Kom á óvart að sjá hann fara fyrst út af.

Arnór Ingvi Traustason - 6
Vann boltann vel í fyrsta markinu og átti ágætis leik inn á miðsvæðinu.

Jóhann Berg Guðmundsson - 5
Sama með Arnór, var ágætur. Var orðinn orkulítill þegar leið á leikinn.

Mikael Egill Ellertsson - 5
Barðist af miklum krafti og reyndi eins og hann gat. Það kom ekki mikið frá honum sóknarlega samt sem áður. Átti fínar rispur.

Andri Lucas Guðjohnsen - 6
Skoraði frábært mark þar sem hann vann baráttuna við Demiral. Hefði mátt vera meira á tánum stundum.

Orri Steinn Óskarsson - 7
Besti maður Íslands í þessum leik og þessu verkefni. Sýndi frábær gæði í markinu sem hann skoraði og það var mikill kraftur í honum. Hefur burði í að verða einn besti sóknarmaður í Evrópu.

Varamenn:
Ísak Bergmann Jóhannesson - 6
Willum Þór Willumsson - 6
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner