Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 14. nóvember 2022 23:46
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Man Utd skoðar leiðir til að losa sig við Ronaldo
Mynd: EPA

Cristiano Ronaldo hefur gert allt viltaust eftir að bútar úr viðtalinu hans hjá Piers Morgan hafa birst í gær og dag. Viðtalið verður sýnt í heild sinni á miðvikudaginn og fimmtudaginn.


Lögmenn hjá Manchester United eru að skoða hvort ásakanir Ronaldo um að honum finnist hann hafa verið svikinn og Erik ten Hag sýni honum enga virðing séu brot á samningamálum.

Þeir munu líta á allt viðtalið þegar þar að kemur og taka ákvörðun. Talið er að United vilji komast að samkomulagi við Ronaldo um að rifta samningi hans svo hann geti leitað annað í janúar.

Félagið er ekki tilbúið að borga hann út eða lána hann annað.

Það var greint frá því fyrr í kvöld að Jorge Mendes umboðsmaður Ronaldo hafi fundað með Bayern Munchen í vikunni.


Athugasemdir
banner
banner
banner