Arsenal, Chelsea og Man Utd hafa áhuga á Vlahovic - Liverpool reynir að halda stjörnunum - City gæti krækt í Zubimendi
   fim 14. nóvember 2024 18:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Laporte spenntur fyrir Real Madrid - „Auðvitað hlustar maður"
Mynd: Getty Images

Aymeric Laporte, varnarmaður Al-Nassr, er stoltur af því að vera orðaður við Real Madrid og er spenntur fyrir því að snúa aftur til Evrópu.

Það eru mikil meiðslavandræði í varnarlínu Real Madrid en Eder MIlitao sleit krossband um síðustu helgi og þá eru David Alaba, Dani Carvajal og Lucas Vazquez einnig á meiðslalistanum.


Þessi þrítugi Spánverji gekk til liðs við Al-Nassr frá Manchester City í fyrrasumar eftir fimm ára veru hjá enska liðinu.

„Auðvitað hlustar maður ef Real Madrid hringir, það er ekki hægt að hundsa svona lið," sagði Laporte.

Samningur Laporte hjá Al-Nassr rennur út árið 2026. Hann vill snúa aftur til Evrópu þegar honum lýkur.

„Það er hugmyndin að snúa aftur. Ég á fjölskyldu í Evrópu, hvað er betra en Spánn?" Sagði Laporte.

Sergio Ramos, goðsögn hjá Real Madrid, hefur einnig verið orðaður við liðið en talið ólíklegt að hann muni snúa aftur.


Athugasemdir
banner
banner