Arsenal og Man Utd berjast um Sane - Zubimendi til Arsenal? - Murillo orðaður við risa félög - Liverpool vill fá Pepi
   fim 14. nóvember 2024 18:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Laporte spenntur fyrir Real Madrid - „Auðvitað hlustar maður"
Mynd: Getty Images

Aymeric Laporte, varnarmaður Al-Nassr, er stoltur af því að vera orðaður við Real Madrid og er spenntur fyrir því að snúa aftur til Evrópu.

Það eru mikil meiðslavandræði í varnarlínu Real Madrid en Eder MIlitao sleit krossband um síðustu helgi og þá eru David Alaba, Dani Carvajal og Lucas Vazquez einnig á meiðslalistanum.


Þessi þrítugi Spánverji gekk til liðs við Al-Nassr frá Manchester City í fyrrasumar eftir fimm ára veru hjá enska liðinu.

„Auðvitað hlustar maður ef Real Madrid hringir, það er ekki hægt að hundsa svona lið," sagði Laporte.

Samningur Laporte hjá Al-Nassr rennur út árið 2026. Hann vill snúa aftur til Evrópu þegar honum lýkur.

„Það er hugmyndin að snúa aftur. Ég á fjölskyldu í Evrópu, hvað er betra en Spánn?" Sagði Laporte.

Sergio Ramos, goðsögn hjá Real Madrid, hefur einnig verið orðaður við liðið en talið ólíklegt að hann muni snúa aftur.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner