Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
Vill breyta fyrirkomulaginu - „Höfum þetta eins og Bestu deildina“
Dragan brjálaður: Fokking pirrandi
„Við þurfum að hækka rána í frammistöðunni okkar“
Gunnar: Súrt að tapa á svona skítamarki
Chris Brazell: Ég er alls ekki aðal maðurinn á bakvið þennan sigur
Magnús Már: Það hellirignir
Haraldur Freyr: Við sigldum þessu heim
Elvis: Skotland öðruvísi en Vestmannaeyjar
Þjálfari St. Mirren: Fyrsti leikurinn á tímabilinu
Gummi Kristjáns: Við viljum bara meira
Haraldur Árni: Ég veit ekkert hvað hann er að gera hérna í dag
„Mér var bara orðið illt í maganum þegar þeir voru að taka þessar aukaspyrnur í kringum teiginn“
Árni: Gott fyrir klúbbinn að taka Breiðholtsslaginn
Jökull Elísabetar: Glórulaust en þýðir ekkert að væla yfir því
Dóri Árna: Það er eitt að sjá þá á videoum og annað að máta sig gegn þeim
Gunnar Heiðar í banni í Þjóðhátíðarleiknum: Fyrsta rauða spjaldið mitt á ævinni
Óli Hrannar: Við þurfum að spýta í lófana til þess að geta farið að sækja sigra aftur
Venni: Held það sé hræðilegt að tippa á þessa deild
Höskuldur: Ætlum okkur að kasta öllu fram til þess að fara áfram
Arnar Gunnlaugs: Verður bara að reyna að krafla þig úr þessari holu
   mán 15. apríl 2024 15:39
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
'Fyrsta markið fyrir ÍA í efstu deild og er stoltur af því'
'Fyrsta markið fyrir ÍA í efstu deild og er stoltur af því'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Rúnar lítur mjög vel út'
'Rúnar lítur mjög vel út'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líst vel á þetta, mikilvægast var að fá heimaleik og við fengum það. Ég þekki ekki Tindastólsliðið mikið persónulega en við munum klárlega kortleggja þá fyrir þennan leik," sagði Arnór Smárason, fyrirliði ÍA, við Fótbolta.net í dag.

ÍA mætir Tindastól á heimavelli í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í næstu viku.

Það eru tveir fyrrum leikmenn Tindastóls í liði ÍA. Það eru þeir Jón Gísli Eyland Gíslason og Rúnar Már Sigurjónsson.

„Þeir voru fljótir að senda á mig, ánægðir með dráttinn. Það er skemmtilegt að hafa einhverjar tengingar, smá extra krydd."

Rúnar Már hefur ekki formlega verið tilkynntur sem leikmaður ÍA. Hvernig er staðan á honum?

„Hann lítur mjög vel út, búinn að vera æfa með sjúkraþjálfaranum, byrjaður í bolta, en hvenær hann er klár er ekki mitt að segja. Mér finnst hann mjög gíraður og það gengur vel."

Arnór var á skotskónum í gær þegar ÍA lagði HK í Kórnum. „Tilfinningin var frábær, æðislegt að fá að fagna með fjölskylduna í stúkunni. Persónulega hafði þetta mikla þýðingu fyrir mig, fyrsta markið fyrir ÍA í efstu deild og er stoltur af því."

„Fyrst og fremst voru þetta mikilvæg þrjú stig, fáum framherjann okkar í gang, höldum hreinu; Árni Marinó búinn að líta mjög vel út. Steinar Þorsteins og Johannes Vall með stoðsendingar, margir sem áttu góðan dag og eru komnir í gang. Það er mjög jákvætt fyrir okkur,"
sagði Arnór.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner
banner
banner