Pochettino á radar Man Utd og Bayern - McKenna orðaður við Chelsea - Slot við Kökcu til Liverpool
Sterkastur í 7. umferð: Núna er ég kominn ofar á völlinn og þá komu mörk
Ómar Ingi: Er að komast upp á lagið að halda minna með honum
Gummi Magg: Það var sætt að sjá hann í netinu
Haraldur Freyr: Hann allavega brýtur á honum
„Veit ekki hvort hann verði klár í næsta leik, þarnæsta eða eftir tíu leiki"
Jón Þór: Hann bjargaði stigi fyrir okkur í dag
Jason Daði: Ég er leikmaður Breiðabliks og er mjög sáttur hér
Frans: Refsuðum þeim þegar boltinn skoppaði aðeins á grasinu
Jökull: Sendu fullorðna menn að biðja þá um að gera þetta hægt
Rúnar Kristins: Góður varnarleikur, misheppnuð færi og góðir markmenn
Magnús Már: Þetta er ekki "RUPL" þetta er fokking rugl
Dóri Árna: Eins og að fá nýjan leikmann í okkar hóp
Ungstirnið nýtur þess að spila með Fram - „Ekki til betri tilfinning fyrir mig"
Bestur í Mjólkurbikarnum: Lét Ryder heyra það eftir leik
Sveinn Margeir ósammála Mána: Geggjað tækifæri í námi og fótbolta
Viðar Örn: Heyri fullt af hlutum um mig og í svona 98% tilvika er það kjaftæði
Gregg Ryder: Verið erfiðir tímar fyrir félagið og stuðningsmennina
Ragnar Bragi eftir sinn fyrsta leik í sumar: Erfitt að horfa úr stúkunni
Heimir Guðjóns: Aldrei víti og tekið af okkur löglegt mark
Aron Sig: Menn héldu að þeir væru miklu betri en þeir eru
banner
   mán 15. apríl 2024 15:39
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
'Fyrsta markið fyrir ÍA í efstu deild og er stoltur af því'
'Fyrsta markið fyrir ÍA í efstu deild og er stoltur af því'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Rúnar lítur mjög vel út'
'Rúnar lítur mjög vel út'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líst vel á þetta, mikilvægast var að fá heimaleik og við fengum það. Ég þekki ekki Tindastólsliðið mikið persónulega en við munum klárlega kortleggja þá fyrir þennan leik," sagði Arnór Smárason, fyrirliði ÍA, við Fótbolta.net í dag.

ÍA mætir Tindastól á heimavelli í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í næstu viku.

Það eru tveir fyrrum leikmenn Tindastóls í liði ÍA. Það eru þeir Jón Gísli Eyland Gíslason og Rúnar Már Sigurjónsson.

„Þeir voru fljótir að senda á mig, ánægðir með dráttinn. Það er skemmtilegt að hafa einhverjar tengingar, smá extra krydd."

Rúnar Már hefur ekki formlega verið tilkynntur sem leikmaður ÍA. Hvernig er staðan á honum?

„Hann lítur mjög vel út, búinn að vera æfa með sjúkraþjálfaranum, byrjaður í bolta, en hvenær hann er klár er ekki mitt að segja. Mér finnst hann mjög gíraður og það gengur vel."

Arnór var á skotskónum í gær þegar ÍA lagði HK í Kórnum. „Tilfinningin var frábær, æðislegt að fá að fagna með fjölskylduna í stúkunni. Persónulega hafði þetta mikla þýðingu fyrir mig, fyrsta markið fyrir ÍA í efstu deild og er stoltur af því."

„Fyrst og fremst voru þetta mikilvæg þrjú stig, fáum framherjann okkar í gang, höldum hreinu; Árni Marinó búinn að líta mjög vel út. Steinar Þorsteins og Johannes Vall með stoðsendingar, margir sem áttu góðan dag og eru komnir í gang. Það er mjög jákvætt fyrir okkur,"
sagði Arnór.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner
banner
banner